Jæja, ég er með nokkrar spurningar sem mér datt í hug vegna of mikill pælinga

O&O Defrag, hvað er best að nota þegar ég vil defragga diskana mína, SPACE, STEALTH eða COMPLETE/*****, búinn að vera aðeins að pæla í þessu , komst að því að Stealth er alltof lengi, hvað notið þið?

Partition Magic, ég er með 1 stykki 160GB disk sem ég er búinn að hreinsa svolítið útaf, og það eru 60GB laus(ekki verið svona mikið laust í ca 1 ár) á honum núna, og ég ætla að búa til tvö ný partition á þessu plássi, eitt 30GB FAT32 og eitt 20GB Linux Ext 3, hvað langann tíma haldiði að þetta myndi taka?(3 task, 1 Resize og 2 Create(1x20GB og 1x 30GB))

Format, hver er eiginlega munurinn á Format og Quick Format?, eyðir 'quick format' öllum skrám þannig að það sé létt að recovera þeim?
Með fyrirfram þökkum,
Dóri