Áður en þú pantar að utan þá ráðlegg ég þér að reikna kostnaðinn við það. Ef skjár kostar t.d. 240$ úti, hann vegur í kassanum um 5kg og með ódýrasta sendingamáta er það ca. 50$ hingað til landsins. Ef þú ætlar að fara að lögum þá þarftu að borga VSK og fyrir tollskýrsluna sem er tæplega 2000kall ef ég man rétt: Þetta gerir (290 * 63 * 1.245)kr + 2000kr + 250kr (ný rafmagnskló

) = ca. 25.000kr Sami skjár kostar hér á landi rétt um 25.000kr
Sama saga er uppi á teningnum ef þú kaupir frá Bretlandi: Skjárinn kostar 147 sendingarkostnaður er 30 pund (177 * 110 * 1.245) + 2000kr + 250kr = 26.500kr
Þú ert semsagt að borga sama verð eða 1.500kr minna en færð aukalega tveggja ára ábyrgð sem þú getur sótt hér á landi.
Bara að nefna þetta við þig, það borgar sig alls ekki að flytja sjálfur inn Skjái, kassa eða aðra hlutfallslega þunga hluti nema menn ætli að brjóta lögin og séu tilbúnir að taka afleiðingunum (og plís ekki pósta því hérna á vaktinni ef það gerist). Þessa hluti verður að kaupa og senda í magni til að ná sendingarkostnaði og innkaupsverði niður.
Skjárinn í þessu dæmi er Hyundai Imagequest B70A og fæst bæði í Elko og hjá Kísildal.
... oh nei ég er ekkert hlutdrægur (sjá undirskrift)
