Skjákaup að utan

Svara

Höfundur
Vilezhout
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
Staðsetning: Nethimnaríki
Staða: Ótengdur

Skjákaup að utan

Póstur af Vilezhout »

Ég er nú að losa mig við crt skjáinn vegna plássleysis og þætti óttalega vænt um ef vaktarar gætu gefið mér ábendingar á hvaðan það væri best að versla lcd skjái að utan.

Er að leita að 20°+ skjáum

Með fyrirfram þökk :)
This monkey's gone to heaven

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Áður en þú pantar að utan þá ráðlegg ég þér að reikna kostnaðinn við það. Ef skjár kostar t.d. 240$ úti, hann vegur í kassanum um 5kg og með ódýrasta sendingamáta er það ca. 50$ hingað til landsins. Ef þú ætlar að fara að lögum þá þarftu að borga VSK og fyrir tollskýrsluna sem er tæplega 2000kall ef ég man rétt: Þetta gerir (290 * 63 * 1.245)kr + 2000kr + 250kr (ný rafmagnskló :P ) = ca. 25.000kr Sami skjár kostar hér á landi rétt um 25.000kr

Sama saga er uppi á teningnum ef þú kaupir frá Bretlandi: Skjárinn kostar 147 sendingarkostnaður er 30 pund (177 * 110 * 1.245) + 2000kr + 250kr = 26.500kr

Þú ert semsagt að borga sama verð eða 1.500kr minna en færð aukalega tveggja ára ábyrgð sem þú getur sótt hér á landi.

Bara að nefna þetta við þig, það borgar sig alls ekki að flytja sjálfur inn Skjái, kassa eða aðra hlutfallslega þunga hluti nema menn ætli að brjóta lögin og séu tilbúnir að taka afleiðingunum (og plís ekki pósta því hérna á vaktinni ef það gerist). Þessa hluti verður að kaupa og senda í magni til að ná sendingarkostnaði og innkaupsverði niður.

Skjárinn í þessu dæmi er Hyundai Imagequest B70A og fæst bæði í Elko og hjá Kísildal.


... oh nei ég er ekkert hlutdrægur (sjá undirskrift) :D
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal

Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Staða: Ótengdur

Póstur af Birkir »

Er ekki nánast í öllum tilvikum hagstæðara að kaupa 20" skjáina að utan?

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Jú ætli það ekki, þar sem ég er ekki með þá :twisted:

Spurning hvort maður eigi ekki að fara að flytja inn svona 20" gaura, þarf bara að finna einhverja góða týpu á góðu verði.
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal

Höfundur
Vilezhout
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
Staðsetning: Nethimnaríki
Staða: Ótengdur

Póstur af Vilezhout »

ég er búinn að finna á ebay storefront sem er að selja 24° dell skjáina á 800$ og sendir worldwide
This monkey's gone to heaven

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Passaðu þig bara á að þeir séu ekki að selja kassan utan af skjánum :P
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
Svara