Finn ekki einn diskinn

Svara

Höfundur
hundur
Nörd
Póstar: 112
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Staða: Ótengdur

Finn ekki einn diskinn

Póstur af hundur »

Sælir og sælar. Ég var að setja tölvuna mína í viðgerð þar sem að móðurborðið mitt var hrunið. Setti tölvuna í viðgerð hjá Tölvuvirkni og fékk frábæra þjónustu þar eins og við var að búast, móðurborðið var í ábyrgð svo þeir létu mig einfaldlega hafa nýtt af nýrri gerð þótt hitt hafi verið 18 mánaða gamalt.
En það var ekki það sem ég ætlaði að tala um :P Það gerðist nefnilega eftir að ég fékk tölvuna úr viðgerð að einn harði diskurinn birtist ekki í Windows Explorernum, hann birtist samt í Device managment(ætla að reyna að uploada mynd af diskunum). Þessi diskur var troðfullur af stöffi sem ég myndi alls ekki vilja missa, þ.e. ef það er ekki búið að formatta hann.
---
P.s. það stendur á myndinni fyrir neðan að diskurinn sé SATA diskur, ég held samt að það sé vitleysa í mér, ruglaðist á diskum.
---
Með fyrirfram þökkum,
Hundur.
Viðhengi
Hörðu diskarnir
Hörðu diskarnir
hardirdiskar.JPG (81.05 KiB) Skoðað 377 sinnum
Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Póstur af fallen »

Það er búið að deleta partitioninu sem var á disknum, þannig að ég held að allt horfið með því,
fer samt ekki alveg með það :> hef ekki verið mikið að henda partitionum hjá mér til að tjékka hvort gögnin færu með :]
Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900
Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Póstur af ponzer »

Allavega eins og myndin sýnir þá ertu búinn að tapa öllum gögunum sem voru á honum.

Hef heyrt að það séu til einnhver tól til að afturkalla eitthvað að gögnunum, er bara ekki með það á hreinu. Vonum að einnhver spjallverji hafi einnhver tól í huga.
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af arnarj »

gögnin hverfa ekki þótt partitioni sé eytt, ekki heldur ef diskur er formattaður. Svo lengi sem ekki er búið að skrifa önnur gögn yfir diskinn áttu að geta recoverað þeim. Ef þú varst með NTFS þá notarðu t.d. GetDataBack for NTFS til að recovera diskinn.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af urban »

arnarj skrifaði:gögnin hverfa ekki þótt partitioni sé eytt, ekki heldur ef diskur er formattaður. Svo lengi sem ekki er búið að skrifa önnur gögn yfir diskinn áttu að geta recoverað þeim. Ef þú varst með NTFS þá notarðu t.d. GetDataBack for NTFS til að recovera diskinn.
nota bene þá þarftu að vera með laust pláss á öðrum disk á meðan sem að skjölin eru sett á
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af arnarj »

urban- skrifaði:nota bene þá þarftu að vera með laust pláss á öðrum disk á meðan sem að skjölin eru sett á
Hárrétt

Höfundur
hundur
Nörd
Póstar: 112
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Staða: Ótengdur

Póstur af hundur »

Takk fyrir hjálpina EN, ég notaði þetta Getdataback og gögnin virðast heil en ég get ekki kóperað þar sem ég þarf að kaupa forritið til þess. Vitiði um einhver önnur ókeypis forrit sem gera sama gagn?
Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af arnarj »

Veit ekki um neitt svona tól sem er "freeware"
Svara