Vissi ekkert hvar ég átti að setja þennan póst, svo ég giskaði bara og hann endaði hér
Jæja, núna ætla ég að koma mér að vandamáli mínu en það er orðið mjög þreytandi, og vonast ég til þess að þið getið hjálpað mér.
Vinur minn var að "recorda" íslensku leikina í sjónvarpinu (leiki íslenska landsliðsins í handbolta á EM) frá RÚV, og svo bara bjó hann "Windows Movie" file út úr því, og sendi mér hann. Um 400 mb hver hálfleikur, og allt í góðu með það. Þegar hann er búinn að senda mér hann, og ég ætla að opna hann, þá kemur svona "Error Report" "Don't Send/Send Error Report". WMP opnast samt alveg, og leikurinn byrjar að spilast, en um leið og ég geri annað hvort, breytir engu "Send eða Don't Send" þá frýs alltaf WMP og mappan þar sem file-inn er í. Sem og allar aðrar möppur, sem eru í gangi hjá mér. Þ.e. þær verða "not responding".
Einhver sagði mér að updeita codec-ana og ég fékk mér ACE Mega Codecs, en ekki hjálpaði það til. Ég er búinn að reyna að opna þetta með mismunandi spilurum en ekkert gengur.
Málið er að þetta "Error report" kemur bara ef ég klikka á fælinn einu sinni, eða hægri smelli! Ég hef ekki hugmynd um hvað er að þessu.
Einnig er þetta stundum að gerast, þegar ég fer á "flakkarann" minn(færanlega HD minn) og ætla að spila t.d. fótboltamyndbönd. Þá kemur svona error report, en ekki á neinum þáttum, kvikmyndum eða neinu öðru.
Svo kæru vaktarar/spjallverjar, getið þið hjálpað mér að komast á botinn í þessu máli, því þetta er orðið verulega pirrandi!!
Með fyrirfram þökkum, Arnar.
