ég var að setja AC cooling viftu á skjákortið mitt og þegar ég setti það aftru í tölvuna, þá kom ekkert á skjáinn þegar ég kveikti á henni, ég er búinn að hreynsa Cmos, er einhver með uppástungur?
p.s. það kemur ekki no signal þannig að skjárinn er greynilega að ná sambandi við skjákortiði
Last edited by mjamja on Mán 30. Jan 2006 14:03, edited 1 time in total.
prófaðu að losa skjákortið og setja það aftur í, prófaðu að nota vga og DVI tengin ef þú getur. Að lokum settu stock kælinguna aftur á. Ef ekkert að þessu virkar bendir flest til þess eins og Arinn sagði að skjákortið hafi skemmst við breytinguna.
Gerist af og til fyrir mig, og fer alltaf jafn mikið af taugum þegar það gerist. Ég er svona 80% viss að það sitji laust í slottinu sínu (ef þú hefur ekki brotið eitthvað). Taktu það úr, og settu traustlega aftur í, og festu.