Vantar upplýsingar um uppsetningu á vaktmyndavélum...
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Vantar upplýsingar um uppsetningu á vaktmyndavélum...
Ég fékk nýlega í hendurnar tvær vaktmyndavélar, svona svipaðar og eru í bönkum og víðar, ein sem tekur upp í svarthvítu og ein sem tekur upp í lit. Vélarnar eru merktar þýska vaktmyndavélaframleiðandanum Bischke og ég hef leitað vel á síðunni hjá þeim en hvergi fundið upplýsingar um þessar vélar, líklega vegna þess að þær eru gamlar en þetta eru alveg svartar vélar með snúru aftanúr þeim sem tengist í lensuna að framan. Núna er svo spurningin, hvernig set ég vélarnar upp? Hvernig tengi ég þetta allt saman og hvar get ég nálgast 12v spennugjafa og snúru með BNC tengi á einum endanum og tengi á hinum endanum til að tengja vélarnar við videotæki/sjónvarp? Einhver sem getur sagt mér hvernig ég fer að þessu öllu saman?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Geek
- Póstar: 808
- Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar upplýsingar um uppsetningu á vaktmyndavélum...
DoofuZ skrifaði:Ég fékk nýlega í hendurnar tvær vaktmyndavélar, svona svipaðar og eru í bönkum og víðar, ein sem tekur upp í svarthvítu og ein sem tekur upp í lit. Vélarnar eru merktar þýska vaktmyndavélaframleiðandanum Bischke og ég hef leitað vel á síðunni hjá þeim en hvergi fundið upplýsingar um þessar vélar, líklega vegna þess að þær eru gamlar en þetta eru alveg svartar vélar með snúru aftanúr þeim sem tengist í lensuna að framan. Núna er svo spurningin, hvernig set ég vélarnar upp? Hvernig tengi ég þetta allt saman og hvar get ég nálgast 12v spennugjafa og snúru með BNC tengi á einum endanum og tengi á hinum endanum til að tengja vélarnar við videotæki/sjónvarp? Einhver sem getur sagt mér hvernig ég fer að þessu öllu saman?
Hvern á að fara að stalka?
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Hehe, hef nú ekki neinar sérstakar hugmyndir um hvað ég ætla að gera við vélarnar en ég myndi helst vilja geta notað þær til að vakta herbergið mitt og jafnvel annað í íbúðinni. Svo er nú aaaldrei að vita nema maður fari kanski að stalka einhvern í hverfinu
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 678
- Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
- Staðsetning: Keyboard central
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar upplýsingar um uppsetningu á vaktmyndavélum...
DoofuZ skrifaði:Ég fékk nýlega í hendurnar tvær vaktmyndavélar, svona svipaðar og eru í bönkum og víðar, ein sem tekur upp í svarthvítu og ein sem tekur upp í lit. Vélarnar eru merktar þýska vaktmyndavélaframleiðandanum Bischke og ég hef leitað vel á síðunni hjá þeim en hvergi fundið upplýsingar um þessar vélar, líklega vegna þess að þær eru gamlar en þetta eru alveg svartar vélar með snúru aftanúr þeim sem tengist í lensuna að framan. Núna er svo spurningin, hvernig set ég vélarnar upp? Hvernig tengi ég þetta allt saman og hvar get ég nálgast 12v spennugjafa og snúru með BNC tengi á einum endanum og tengi á hinum endanum til að tengja vélarnar við videotæki/sjónvarp? Einhver sem getur sagt mér hvernig ég fer að þessu öllu saman?
Ég held að þú þurfir sjónvarpskort með 2 inngöngum (eða spes unit frá framleiðanda). Þessar myndavélar eru nánast örugglega COAX tengdar. Einnig til að spara pláss þegar þú tekur upp á harða diskinn hjá þér, þá er fínt að taka bara mynd á 1-3sec fresti (man það ekki nákvæmlega)
-
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1103
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Ég skil... Ég held að þetta sé einmitt svona COAX tengt. Hvernig snúru þarf ég að kaupa? Ég hef séð nokkrar verslanir á netinu sem selja hinar og þessar snúrur sem gætu passað en endilega bendið mér á þá réttu, ég er algjör núb í þessu Og svo var ég að spá í þetta með spennubreytinn, það stendur aftan á vélunum að þær taki 12v spennu og það er hvergi neitt svona venjulegt tengi til að tengja spennubreiti beint við, það er bara eitthvað svona smá stykki aftan á vélunum þar sem ég þarf að tengja sitt hvoran vír í úr spennubreytisnúrunni Það er annars á einni vélinni smá snúrubútur sem var skilinn eftir til að ég gæti séð hvaða vír úr snúrunni fer í hvað (minnir að einn partur sé brúnn og eitthvað...) En svo varðandi kort þá sá ég ekki fyrir allslöngu síðan eitthvað kort í BT sem var sérstaklega fyrir svona vaktkerfi og svoleiðis. En er annars ekki líka bara hægt að tengja vélarnar beint við videotæki? Svo var hugmyndin að reyna að hafa eina vélina í kjallaraherbergi bróður míns ef það er ekki alltof mikið vesen / alltof dýrt en þá væri að sjálfsögðu þægilegast að hafa það þráðlaust sem er bara rugl ekki rétt? Það er nefnilega tvær hæðir niður og tveggja herbergja lengd frá herberginu mínu svo að nota langa snúru væri líka eitthvað vesen.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Nýliði
- Póstar: 3
- Skráði sig: Mán 02. Ágú 2004 00:11
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Eftirlitsmyndavélar
þessar vélar eru nánast örugglega Composite Video, og þú ættir að geta séð það beint á sjónvarpi (t.d. í gegnum scart) eða sjónvarpskorti með video in.
Notaðu staðlaðann coax á þetta, annaðhvort 75 ohm eða 50 ohm, settu "F" tengi á snúruna og svo F-Coax
Þú átt að fá þetta allt í góðum ravföruverslunum.
Þú getur líka notað cat5 kapla, en þá þarftu svokallaða "Balun" (BALanced to UNbalanced) breytistykki.
Þau ættu að fást hjá Íhlutum, ÖMÍ eða Securias, en eru dýr.
1500kr+ stykkið og þú þarft þá 4.
Margar af vélunum eru 12VAC/DC, og þá skiptir oftast ekki máli hvernig 12v spenni þú ert með.
þú getur fengið 12v (DC) spennugjafa í hvaða rafvöruverslun sem er, en er sennilegast ódýrastur í búð eins og Radíóbæ eða Íhlutum.
Þú getur svo alltaf sent framleiðendum tölvupóst og sagt þeim týpunúmerið og beðið um tech manual.
nánar um CCTV myndavélar á WIKI
http://en.wikipedia.org/wiki/Closed-circuit_television
Notaðu staðlaðann coax á þetta, annaðhvort 75 ohm eða 50 ohm, settu "F" tengi á snúruna og svo F-Coax
Þú átt að fá þetta allt í góðum ravföruverslunum.
Þú getur líka notað cat5 kapla, en þá þarftu svokallaða "Balun" (BALanced to UNbalanced) breytistykki.
Þau ættu að fást hjá Íhlutum, ÖMÍ eða Securias, en eru dýr.
1500kr+ stykkið og þú þarft þá 4.
Margar af vélunum eru 12VAC/DC, og þá skiptir oftast ekki máli hvernig 12v spenni þú ert með.
þú getur fengið 12v (DC) spennugjafa í hvaða rafvöruverslun sem er, en er sennilegast ódýrastur í búð eins og Radíóbæ eða Íhlutum.
Þú getur svo alltaf sent framleiðendum tölvupóst og sagt þeim týpunúmerið og beðið um tech manual.
nánar um CCTV myndavélar á WIKI
http://en.wikipedia.org/wiki/Closed-circuit_television
-
- ÜberAdmin
- Póstar: 1323
- Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
- Staðsetning: Skúrinn
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
urban- skrifaði:maro skrifaði:gumol skrifaði:Svo ef það brýst einhver inn og stelur tölvunni, þá getur hann horft á það seinna sjálfur.
hehe til hvers að stela henni undirskriftinn mín spennó
stendur það utaná kassanum hvað er í honum ?
það er nóg að það standi p3 á kassanum þá hefur engin á huga á honum nema hann sé eitthvað illa blindur
en samt er að safna fyrir eikkeri cool gaming pc verð kominn með það eftir svona 4 mán
Mazi -
-
- spjallið.is
- Póstar: 439
- Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
- Staðsetning: Brh..
- Staða: Ótengdur
maro skrifaði:ég er alltaf með gamlann vebba í gangi uppá fata skáp tengdann við tölvuna á þannig stillingu að ef einhver hreyfing fer af stað þá þekur hann upp hehe reyndar veit ég ekkert hvað ég er að gera með svona drasl hehe hef ekkert við þetta að gera en tæknin er svo skemtileg
gumol skrifaði:Svo ef það brýst einhver inn og stelur tölvunni, þá getur hann horft á það seinna sjálfur.
haha!
lá í kasti þegar ég las þetta... en... ætli hann finni þjófinn með vídeo upptökunum sem eru í tölvunni, sem þjófurinn stal
-
- ÜberAdmin
- Póstar: 1323
- Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
- Staðsetning: Skúrinn
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
biggi1 skrifaði:maro skrifaði:ég er alltaf með gamlann vebba í gangi uppá fata skáp tengdann við tölvuna á þannig stillingu að ef einhver hreyfing fer af stað þá þekur hann upp hehe reyndar veit ég ekkert hvað ég er að gera með svona drasl hehe hef ekkert við þetta að gera en tæknin er svo skemtileggumol skrifaði:Svo ef það brýst einhver inn og stelur tölvunni, þá getur hann horft á það seinna sjálfur.
haha!
lá í kasti þegar ég las þetta... en... ætli hann finni þjófinn með vídeo upptökunum sem eru í tölvunni, sem þjófurinn stal
hehe en það er nú valla ástaða að stela tölvu sem þú getur fengið liggur við í sorpu. btw hlakka svo til að fá gaming pc
Mazi -