Þegar ég tengi Xbox 360 við varpann þá sé ég í stillingum á varpanum að hann sé að sýna 750/60 og þegar ég tengi Aivx HD boxið og stilli það á 720p þá sýnir varpinn ýmist 525p eða 625p eða 750/60.
Þegar ég tengi DVD spilarann í (sem er progressive) þá get ég yfirleitt bara stillt hann á 525p eða sjaldan á 750/60.
Ég fatta ekki þessar tölur, er búinn að googla mjög lengi og skoða forums en þetta er bara svo mikill frumskógur að ég finn ekki neitt að viti.
Ég þekki bara staðlana 480p 720p 1080i og 1080p
Skjávarpinn er 720p native og max 1080p (eða i)
Þetta er tengt með RGB snúrum í varpann.
Hvað þýðir þetta?
Er ég ekki að ná 720p eða hvað?
