Fartölva brotin bakhlíf

Svara

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Fartölva brotin bakhlíf

Póstur af isr »

Daginn, ég keypti fartölvu í Tölvulistanum fyrir rúmu ári síðan, Acer swift, í haust byrjaði bakhlífin á skjánum að springa sitthvorumegin við lamirnar, ástæðan sú að lamirnar eru mjög stífar og skjárinn örþunnur, þannig að það myndast spenna þegar tölvan er opnuð. Ég hafði svo samband við Tölvulistann, en vélin er ekki nema í ársábyrgð því hún var keypt út á félag,var komin 2 mánuði fram yfir þann tíma þegar ég hafði samband við þá, en ég sendi vélina á verkstæðið, kostnaður er rúm 50 þús, vélin kostaði 150 þús, finnst það fullmikið ef það endist svo ekki nema árið, svo er ekkert víst að það séu til varahlutir til að gera við hana, ef staðan yrði sú, þá sæti ég uppi með rúmlega einsárs vél allveg að gefa upp öndina. Þeir hjá Tölvulistanum fannst þetta fullmikill viðgerðarkostnaður og sögðu að það væri að koma black friday og syber monday ef ég vildi nýta mér afslátt til að kaupa nýja vél.
Hvað myndu þið Vaktara gera, láta gera við hana ef fengjust varahlutir, eða býða bara þangað til skjárinn brotnar og kaupa nýja.
acer.jpg
acer.jpg (1.81 MiB) Skoðað 440 sinnum
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva brotin bakhlíf

Póstur af Sallarólegur »

Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva brotin bakhlíf

Póstur af TheAdder »

Tonnatak og stálteinar?

Í fullri alvöru, þá myndi ég nýta linkinn að ofan.

Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva brotin bakhlíf

Póstur af isr »

TheAdder skrifaði:Tonnatak og stálteinar?

Í fullri alvöru, þá myndi ég nýta linkinn að ofan.
Held ég geri það, ætla að fá vélina heim fyrst svo ég sé með rétt týpunúmer. Ég var búinn að hugsa þetta með teinana eða flatjárn, en dóttur minni leyst ílla á það, að vera með nýja tölvu í skólanum sem búið er að tjasla saman með einhverju skítmixi.
Svara