Myglu / ástandsskoðun á fasteign

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
Zorba
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Staða: Ótengdur

Myglu / ástandsskoðun á fasteign

Póstur af Zorba »

Sælir, Hafið þið einhverja reynslu á að láta fagmenn meta ástand og hvort það sé raki/mygla í íbúð? Ég keypti íbúð og hef verið veikur nánast stanslaust síðan ég flutti inn.

Það virðast vera ýmsir sem eru að taka þetta að sér en hafið reynslu af einhverjum sem þið getið mælt með?
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Myglu / ástandsskoðun á fasteign

Póstur af Klemmi »

Efla (Sylgja og félagar) og enginn annar.

Er mjög viðkvæmur fyrir myglu, og hef fylgst með ýmsum "sérfræðingum", og treysti eftir það bara engum öðrum en Eflu. Tapar bara tíma, pening og heilsu á að fara í eitthvað hálfkák með öðrum.

*** Bætt við ***
Og ekki ýta þessu á undan þér. Ef þetta er mygla, þá verðurðu bara verri með tímanum :(
Last edited by Klemmi on Sun 14. Nóv 2021 12:57, edited 1 time in total.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Myglu / ástandsskoðun á fasteign

Póstur af chaplin »

Hvernig er það með svona mál, ef seljandi vissi ekki af myglunni? Hefur þá kaupandi rétt á einhverjum bótum?
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Wintendo
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mið 16. Des 2009 16:31
Staða: Ótengdur

Re: Myglu / ástandsskoðun á fasteign

Póstur af Wintendo »

Tek undir með Klemma, hef sjálfur góða reynslu af Eflu - https://www.efla.is/thjonusta/byggingar ... r-og-mygla. Kostar sitt, enn allan daginn þess virði.

playman
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Myglu / ástandsskoðun á fasteign

Póstur af playman »

Fullt af fólki í svipaðri stöðu og þú hérna, mæli með að kíkja þangað.
Þolendur raka og myglu í húsum
https://www.facebook.com/groups/446119828831467/
chaplin skrifaði:Hvernig er það með svona mál, ef seljandi vissi ekki af myglunni? Hefur þá kaupandi rétt á einhverjum bótum?
Eins og mér skylst, þá eiginlega nei, nema að tjónið nái 10% verðmæti eignar, en málið verður allt annað ef að seljandi vissi af
gallanum og leyndi honum vísvitandi.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Myglu / ástandsskoðun á fasteign

Póstur af appel »

Hefur alltaf fundist vera hálf kjánalegt hvernig er staðið að fasteignaviðskiptum hér á landinu.

Það eiga auðvitað að vera hér óháðir löggiltir skoðunaraðilar sem gera úttektarskýrslu um allar fasteignir sem eru settar á sölu.
Slíkt ætti bara að vera lögbundið. Fólk er að eiga í viðskiptum með aleigu sína, lítið má koma upp á.
Úttektin er þá á ábyrgð skoðunaraðilas, baktryggðir af tryggingafélögunum.
Komi eitthvað upp og sem er ekki í samræmi við slíka úttekt þá er hægt að fá bætur í gegnum tryggingar.
En þá hefur fólk a.m.k. betri upplýsingar um ástand eignarinnar, bæði seljendur og kaupendur, þannig að eitthvað á ekki að koma á óvart.
*-*
Svara