32 tommu skjár, hvað ætti maður að kaupa?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

32 tommu skjár, hvað ætti maður að kaupa?

Póstur af Moldvarpan »

Ég ætla fara fljótlega að kaupa mér nýjan skjá, en hef ekkert verið að fylgjast mikið með þeirri þróun.

Svo hvaða skjá getiði mælt með, 32" á stærð, verður notaður talsvert í kvikmynda/þátta gláp, og líka leikjaspilun.

Væri frábært ef þið gætuð deilt með mér ykkar reynslu og þekkingu :)
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: 32 tommu skjár, hvað ætti maður að kaupa?

Póstur af appel »

hvaða aspect ratio viltu?

ef þú notar í kvikmynda/þátta-gláp þá þarftu að muna að allt vídjó er í 16:9 formati, þannig að ef þú velur svona ultra widescreen (21:9) þá færðu svarta ramma á hliðunum. Það var ástæðan fyrir að ég seldi minn ultra widescreen og keypti bara 16:9 aftur.
*-*
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: 32 tommu skjár, hvað ætti maður að kaupa?

Póstur af Moldvarpan »

Gott að þú bentir mér á það, var ekkert búinn að spá í því.

https://tolvutek.is/Leikjadeild-Tolvute ... 229.action

Þessi skjár sem dæmi, myndi hann henta í kvikmyndagláp?
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: 32 tommu skjár, hvað ætti maður að kaupa?

Póstur af appel »

Ég fer aldrei aftur í VA panela. Dugar fyrir þá sem nota skjáinn bara í tölvuleiki og eitthvað vídjó gláp, en ef þú notar skjáinn lengi þá viltu fá góð myndgæði og þægileg myndgæði, sem þú færð í IPS panelum.
Ef þú notar skjáinn í "desktop mode" mikið, vafra og svona, eða ert að vinna eitthvað við hann. Þá myndi ég mæla með IPS.
En bara mín persónulega skoðun. Veit að margir hér vilja skjái með hröðu framerate (sem IPS panelar eru komnir með sumir).

Þessi Lenovo skjár lookar fínt samt, en spurning um budget líka. Ef budgetið er kringum þetta, 70 þús, þá er þetta líklega ágætis skjár.


Ef ég persónulega myndi fá mér 32" skjá, þá myndi ég skoða þennan:
https://tl.is/product/ultrafine-32-ergo ... tolvuskjar
en mínar kröfur eru reyndar aðrar.
*-*
Skjámynd

Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: 32 tommu skjár, hvað ætti maður að kaupa?

Póstur af Lexxinn »

Moldvarpan skrifaði:Gott að þú bentir mér á það, var ekkert búinn að spá í því.

https://tolvutek.is/Leikjadeild-Tolvute ... 229.action

Þessi skjár sem dæmi, myndi hann henta í kvikmyndagláp?
Ég var að skoða þetta fyrir nokkru, hér er sami og þú ert að skoða nema nokkuð ódýrari og annar 34" í sama verði og 32" er hjá tölvutek
https://www.coolshop.is/vara/lenovo-g32 ... or/23645Z/
https://www.coolshop.is/vara/lenovo-g34 ... de/23647A/

Þeir eru greinilega líka komnir með þennan:
https://www.coolshop.is/vara/acer-nitro ... hz/237K8P/
Svara