ALDREI YFIRKLUKKAÐ

Svara
Skjámynd

Höfundur
L0ftur
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Mán 01. Ágú 2011 16:54
Staða: Ótengdur

ALDREI YFIRKLUKKAÐ

Póstur af L0ftur »

Ein pæling, nú erum við með rás sem heitir Yfirklukkun, hraðaprófanir og mods þar höfum við tæplega 2400 þræði.
Á sama tíma í sölutörginu erum við með öllu jafna 3-8 skjákort til sölu á viku og í lýsingunni stendur "Aldrei yfirklukkað eða Overclocked"
Ætli menn viti ekki að með því að smella á gaming mode í t.d. aorus engine sé í raun milt overclock.

Mér finnst þetta svo fyndin staðhæfing, aldrei yfirklukkað. Ég hugsa að margir sem halda að þeir hafi aldrei yfirklukkað hafa í raun gert það án þess að vita það. En það er ekki samasemmerki um eitthvað slæmt. Yfirklukkun þarf ekki endilega að vera slæm fyrir skjákortið.

Ef við skoðum sem dæmi Aorus engine.
OC Mode = High GPU overclock, fastest RPM fan profile with little consideration to noise.
Gaming Mode = Moderate GPU overclock, balanced fan profile to balance between performance and noise.
Silent Mode = Stock GPU clocks, low RPM fan profile for low noise.

Þetta segir okkur það að notandi með skjákort og Aorus viðmótið þarf að keyra skjákortið sitt á silent mode allt frá því að hann kaupir það og þar til hann selur það t.d. 2-3 árum seinna til þess að geta haldið þessari staðhæfingu.

Spurning mín er því þessi, er nauðsynlegt að taka það fram ef kort hefur verið keyrt í low, mid eða moderate OC að það hafi verið overclocked?
Ég myndi halda að mörg af þessum "aldrei yfirklukkuðu" kortum séu í raun flest búin að upplifa milda yfirklukkun enda skiptir það ekki máli og er gert fyllilega ráð fyrir því af framleiðanda. Annað mál gildir um Extreme overclocking, þar sem álagið á skjákortið og íhluti þess er aukið til muna og kortið farið að performa langt yfir ætlunarsvið sitt.

Þetta eru bara pælingar hjá mér. Hvað finnst ykkur?

Kv. L0ftur
Last edited by L0ftur on Mið 06. Okt 2021 13:49, edited 1 time in total.
Z590 Asus ROG Strix gaming WiFi, Gigabyte 3080 Master, i9 11900K. 64Gb RAM
Z390 Gigabyte Aorus Elite RGB, Gigabyte 2080 Ti Gaming OC, i7 9700. 32Gb RAM
Z390 ITX Gigabyte Aorus Pro WiFi, Gigabyte 3070, i9 9900K. 32Gb RAM
Z270 Asus Prime i7 7700. Asus ROG STRIX 2070. 16Gb RAM

karjhaf
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mið 19. Sep 2018 05:59
Staða: Ótengdur

Re: ALDREI YFIRKLUKKAÐ

Póstur af karjhaf »

Nú var ég einmitt að auglýsa kort með þessum loforðum, en þá er ég nú bara að meina að ég er ekki miner og nota kortið ekki í mining með tilheyrandi overclocki, heldur bara til að spila leiki og á "standard clocki" :P. En jújú þetta eru alveg valid rök hjá þér og ég er eiginlega bara alveg sammála þér. Þetta virtist bara vera í eh tísku svo maður fylgdi straumnum :D
Last edited by karjhaf on Mið 06. Okt 2021 14:02, edited 1 time in total.
Skjámynd

Höfundur
L0ftur
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Mán 01. Ágú 2011 16:54
Staða: Ótengdur

Re: ALDREI YFIRKLUKKAÐ

Póstur af L0ftur »

karjhaf skrifaði:Nú var ég einmitt að auglýsa kort með þessum loforðum, en þá er ég nú bara að meina að ég er ekki miner og nota kortið ekki í mining með tilheyrandi overclocki, heldur bara til að spila leiki og á "standard clocki" :P. En jújú þetta eru alveg valid rök hjá þér og ég er eiginlega bara alveg sammála þér. Þetta virtist bara vera í eh tísku svo maður fylgdi straumnum :D
Ánægður með heiðarlegt svar, já þetta er nefnilega svoldið trendið þessa dagana, þeir sem eru að mine-a eru þeir ekki að underclocka? Ætli það væri þá ráð að setja aldrei underclockað :-k

Allavegana þá langaði mig að tala pínu um þetta og einnig hvar liggja mörkin hjá kaupendum í þessum málum.....
Z590 Asus ROG Strix gaming WiFi, Gigabyte 3080 Master, i9 11900K. 64Gb RAM
Z390 Gigabyte Aorus Elite RGB, Gigabyte 2080 Ti Gaming OC, i7 9700. 32Gb RAM
Z390 ITX Gigabyte Aorus Pro WiFi, Gigabyte 3070, i9 9900K. 32Gb RAM
Z270 Asus Prime i7 7700. Asus ROG STRIX 2070. 16Gb RAM

karjhaf
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mið 19. Sep 2018 05:59
Staða: Ótengdur

Re: ALDREI YFIRKLUKKAÐ

Póstur af karjhaf »

Ég ákvað eftir þetta innlegg þitt að edita póstinn minn og ákvað að taka þá frekar fram að þetta væri ekki mining kort :). Haha já segðu...þetta eru alveg góðar pælingar ;)

Predator
1+1=10
Póstar: 1104
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Staða: Ótengdur

Re: ALDREI YFIRKLUKKAÐ

Póstur af Predator »

Myndi nú sjálfur horfa þannig á það að keyra vélbúnað innan marka framleiðandans sé ekki yfirklukkun heldur eingöngu þegar þú gengur lengra. Þannig að það að nota innbyggða "OC" prófíla sem framleiðendur bjóða upp á myndi ekki flokkast sem yfirklukkun í þessum skilningi því allt í kringum kortið gerir ráð fyrir að það þoli þessar stillingar.
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: ALDREI YFIRKLUKKAÐ

Póstur af Tbot »

Öll yfirklukkun hvort sem það er af hálfu framleiðenda eða annarra er yfirklukkun. En þó það sé verið að nota yfirklukkun vegna leikja þá er það enginn sem spilar 24/7 allt árið.
Mining kortin eru í stöðugri keyrslu allan tímann og fæstir vilja þau.

Svona í framhjáhlaupi, þá hafa ansi margir verið með nokkurs konar mining í gangi, ef ég man rétt þá var/er það kallað folding, m.a. fyrir NASA og fl.
Svara