hvenær er best að kaupa?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

hvenær er best að kaupa?

Póstur af odinnn »

einhver sagði mér að best væri að kaupa tölvubúnað á haustin útaf því að þá ætti að vera bestu verðin. er þetta satt? ef ekki hvenær þá?
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddi »

Það er ekkert til sem heitir góður tími til að kaupa tölvu. Það kemur ný kynslóð á eftir nýrri kynslóð með ~ca 3-6 mánaða millibili. S.s. þú ert í allra-mesta-lagi öruggur með nýju flottu tölvuna þína í 3 mánuði *hámark*. Það sem þú getur hinsvegar gert til að verða ekki spældur, er að SPARA.

Ekki kaupa það allra besta að hverju sinni, nýjustu og bestu hlutirnir eru yfirleitt með óeðlilegri verðlagningu og alls ekki þeirra peninga virði sem ætlast er til af þeim. Það borgar sig að halda sig í miðjunni eða vera rétt fyrir ofan miðju af því sem þykir best að hverju sinni. Að vera "BudgetMaster er málið. :)

Ef ég væri í dag að kaupa mér tölvu, þá myndi ég spá í eftirfarandi:

1) Móðurborð sem er vel útbúið, þ.e. SerialATA, Firewire, DualDDR stuðningur er must að mínu mati. Myndi skella mér á 400FSB styðjandi móðurborð fyrir AMD og 800FSB styðjandi móðurborð fyrir Intel. Þau móðurborð geta tekið á móti örgjörvum amk. næsta árs, og eftir ár uppfærirðu ódýrt með því að kaupa miðlungsörgjörvann.. sem verður líklega 2x öflugri en sá sem þú kaupir í dag. :-)

2) CPU: Ef ég fengi mér Intel myndi ég líklegast kaupa P4 2.53/2.66, þeir eru á frábærum verðum og þeir munu virka á nýja 800FSB móbóinu, ef þú ert svona nötter sem vilt vera "top-notch" en samt ódýr þá bara P4 2.4ghz-800FSB - Ef ég væri í AMD pælingum fengi ég mér AMD XP2500, hann er hrikalega ódýr og vel sambærilegur þessum Intel örgjörvum sem ég nefndi áðan.

3) HDD: Ég myndi kaupa venjulegan IDE harðandisk. Ath. samt að vera með SerialATA tilbúið móðurborð! SerialATA diskar eru að mínu mati enn of dýrir og því ekki tímabært að skella sér út í þá strax, en um að gera að vera tilbúinn! Fyrir verð á ákveðnum SerialATA disk færðu næstum helmingi stærri IDE disk á sama verði. Plús það að hraðamunurinn á þeim er ekki svo mikill ennþá að það sé þess virði

4) RAM: Ég myndi fara út í DDR-333 vinnsluminni fyrir nýja DualDDR móðurborðið mitt, DDR400 samstæður í DualDDR eru víst að valda veseni og hausverkjum út um allan bæ fyrir þá sem eru ekki að gera heimavinnuna sína, endilega skelltu þér samt á DDR400 ef þú ert sannfærður um að það verði samhæft móðurborðinu þínu. Ekki svo mikill verðmunur.

5) Skjákort: Þetta er erfið spurning. Ertu CS/3D frík? Skelltu þér á Geforce4-Ti4600, mér skilst að það sé slappur OpenGL stuðningur í Radeon? - Ertu leikjafrík? Skelltu þér á DirectX9 kort! Þarna mæli ég með að fólk spreði, því það er örstutt í að ný kynslóð af tölvuleikjum detti á borðið hjá okkur (Half-Life 2, DoomIII) sem krefjast öflugra korta. Þar stendur valið á milli Radeon9700/9800 Pro & GeforceFX-5900. Budgetmasterinn myndi eflaust kaupa sér Radeon9100PRO.

6) Kassi: Ekki láta sölulínur eins og "hljóðlátur kassi" blekkja þig. Það er ekkert til sem heitir hljóðlátur kassi. Keyptu stórann og sniðugann kassa sem kemur til með að hýsa margar kynslóðir af tölvum sem þú munt versla þér í framtíðinni. Kassa sem býður upp á allskyns kælimöguleika sem henta fyrir mismunandi græjur. Dragon, Lian-Li eru góðir kostir.

7) Hljóð, þarna kem ég að kafla 1) - Flest vel útbúin móðurborð í dag eru með frábær hljóðkubbasett, AC'97 - 5.1 hljóðstuðning sem er meira en nóg fyrir flesta.

Með þessari tölvu verðurðu vel útbúinn út næsta árið, sæmilega þarnæsta árið. Þú verður ekki svekktur því þú eyddir svo litlum peningum í þetta og getur frekar leyft þér að uppfæra tölvuna þína oftar. Það er líka miklu skemmtilegra þannig! Ekkert gaman að hafa ekki ástæðu til að græja tölvuna betur nema á 2 ára fresti! Ég myndi vilja fá mér allavega einhvern einn nýjann hlut í hverjum einasta mánuði. :-D


Þetta eru mín meðmæli allavega, rífið þetta í sundur hjá mér að vild. ;-)

Party on!
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Snilld...sammála hverju orði ;)
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Góð grein kiddi......

Here we go.....

Jamms, 3 mánuðir eru lágmark að bíða eftir að hlutur kemur í búðir þangað til að maður kaupir hann

1) Sammála, firewire kannski óþarfi nema að maður ætli að vera með vídjótökuvélar, þá munar manni ekki um að kaupa bara eitt firewire kort í leiðinni. :wink: Passa sig líka að lesa eins mörg review og maður getur fundið (gildir reyndar um allt tölvudrasl) um móbóið sem að maður ætlar að kaupa. Ekki að spara þegar kemur að móðurborðinu vegna þess að það þýðir ekkert að kaupa topp örgjörva og topp skjákort ef að móðurborðið (sem að allt tengist í) er bara drasl. Samt er óþarfi að eyða 30k í eitthvað "gull" Asus borð....... Hluti þessi að vera "BudgetMaster" er að kaupa ekki bara Asus af því að það er Asus.........

2) Alveg sammála þar

3) Gott að hafa SATA en ég held að það verði seint sem að IDE kaplar eiga eftir að hefta performance á HD......(nema þá á meira en 7200 RPM diskum)

4) Fínt að kaupa DDR400 nema að maður hafi beina vitneskju(t.d. úr review'i) um að það virki ekki í dual með móbóinu. Síðan bara hægt að downclock'a í 333 ef virkar ekki. Sjálfur held ég að ég myndi kaupa CL2 minni en ég er ekki búinn að kanna performance/verð er á þannig minni

5) Fyrir gaura einsog mig sem að eru bara í CS, Q3 (og pínu í RTCW:ET) þá er Ti4200 alveg nóg en Ti4600 kostar ekki það mikið meira, einstaklingsbundið...........

6) Einsog með móðurborð, lesa einsmikið að review'um og hægt er....... Helst að fara í búðarráp og biðja um að skoða hvern einasta kassa sem að þú ert að hugsa um.

7) Alveg sammála....... Spreða frekar meiru í hátalara.

Rock On!
Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Castrate »

wow kiddi that was *sniff* beautiful :P ættir að setja þetta sem tilkynningu fyrir nýgræðingana
kv,
Castrate
Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Póstur af odinnn »

ok ég er búinn að vera að skoða tölvur í 2 mánuði og er að spá í að bíða með að kaupa hana í 1-2 mánuði í viðbót. þetta er það sem ég er að spá í að kaupa mér þá (í útlöndum):

Asus A7N8X Deluxe (mjög mörg góð review um þetta móðurborð á netinu)
AMD XP 2800
ATI Radeon 9700-9800pro (fer eftir verði)
Kingston HyperX 3x512 (er mikið í 3d vinnslu)
Sony Dru-500a DVDRW (hann verður fljótur að borga sig upp)
17-19" LCD skjár

þetta er á svona 160-180þ kall og síðan er bara að fá sér vatnskælingu og oc örran.

hvað finnst ykkur um þessa tölvu?
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Þetta er geggjuð tölva...ekki spurning ;)

Fáðu þér svo Seagate Barracuda HDD hann er hraðvirkari og
100x hljóðlátari en WD diskarnir.

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

odinnn skrifaði:Kingston HyperX 3x512 (er mikið í 3d vinnslu)


þú græðir ekkert að hafa 3x 512 mb minni. 1 gb minni er nóg þótt þú sért mikið í 3d vinnslu. síðan ef þú tekur 3x minni þá geturðu ekki notað Dual DDR tæknina.

fyrst þú ert mikið í 3d vinnslu þá tæki ég frekar Intel með 800 mhz FSB
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddi »

Það er aldrei nægt minni í 3D vinnslu, ekki einusinni í 2D :)
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Hvað með 4x512 :þ
En var það ekki aðallega í video vinnslu(encoding) sem að P4 var betri í?
Skjámynd

Dári
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 04:23
Staðsetning: on teh Internet!!!1
Staða: Ótengdur

Póstur af Dári »

Ég myndi hiklaust mæla með 1.5gb ram fyrir 3d vinnslu(tala af reynslu)....góð regla er sú að maður hafi alldrei of mikið minni fyrir grafík vinnslu :shock:
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Póstur af Fletch »

góð grein mar!

en það er búið að leysa alla þessa OpenGL bug'a sem menn voru að lenda í með Radeon.. Mæli hiklaust með 9700Pro í dag, bestu kaupinn (sumar búðirnar hérna heima eru með þau á bull verðum..)

ég keyri CS t.d. í 1600x1200 opengl með FSAA og Anisotropic filtering í botn og fer aldrei undir 99.9 FPS :twisted:

Fletch

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Fletch skrifaði:ég keyri CS t.d. í 1600x1200 opengl með FSAA og Anisotropic filtering í botn og fer aldrei undir 99.9 FPS :twisted:

OMG, ég er farinn út í búð :)
Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Castrate »

GuðjónR: hverjir selja Seagate hérna á íslandi? Bróðir minn er með 20gb seagate disk sem gengur og gengur og gengur og heyrist ekki rassgat í.
kv,
Castrate
Skjámynd

Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Póstur af Gothiatek »

Castrate skrifaði:GuðjónR: hverjir selja Seagate hérna á íslandi? Bróðir minn er með 20gb seagate disk sem gengur og gengur og gengur og heyrist ekki rassgat í.

Ég er reyndar ekki GuðjónR, en það eru til Seagate diskar á computer.is og einnig á task.is.

Ég er eimitt að spá í svona disk, er með einn WD sem er frekar hávær (eins og fram hefur komið á þessu spjallborði!!)
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Póstur af Fletch »

ég er með einn 160GB 7200.7 Seagate disk..

mjög góður, heyrist varla mukk í honum...

keypti hann á http://shg.dk (kostar 1379 dkr hjá þeim)

Fletch
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Fletch skrifaði:ég keyri CS t.d. í 1600x1200 opengl með FSAA og Anisotropic filtering í botn og fer aldrei undir 99.9 FPS :twisted:

Sama hér með Ti4200
Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Staðsetning: Err Vaff Ká
Staða: Ótengdur

Póstur af halanegri »

Fletch skrifaði:keypti hann á http://shg.dk (kostar 1379 dkr hjá þeim)

Fletch


fékkstu hann sendann? ef svo er, hvað kostaði hann samtals(upphaflegt verð + aðflutningsgjöld) og hvað var hann lengi á leiðinni?
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Póstur af Fletch »

halanegri skrifaði:
fékkstu hann sendann? ef svo er, hvað kostaði hann samtals(upphaflegt verð + aðflutningsgjöld) og hvað var hann lengi á leiðinni?


nei, var útí í helgarferð og lét senda hann þar sem ég var...

en það er í stock hjá þeim senda þeir strax, og svona dót er bara 2-3 daga frá DK til okkar

Fletch
Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Póstur af odinnn »

já ég var að hugsa um að kaupa mér Seagate SATA 120-160g disk en hann konstar 50-90$ meira en venjulegur IDE diskur. einngi selur þetta fyrirtæki sem ég ætla að kaupa af ekki 120+g IDE diska.

zooxk
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fim 01. Maí 2003 01:19
Staða: Ótengdur

Póstur af zooxk »

Okey nú er ég illa ósáttur.

Ég var að kaupa mér FX 5600 128 mb og með fullri virðingu MezzUp held ég að það sé kannski eitthvað betra en Ti4200.

MIG LANGAR Í MEIRI FPS Í CS!!!

Ég er bara keyra þetta á 60 fps!

Samt er ég með þetta (að mínu mati) brjálaða kort og 2.8 Ghz með 800 fsb!

COME ON!

hvað þarf ég að gera, hvaða stillingum þarf ég að breyta og í hvað

help me PLEASE
-zooxk
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kiddi »

Reyndar er staðreynd að Ti4200 slær út FX5600 :) Nema í DirectX9 líklegast (sem CS er ekki)

Kíktu á þetta til samanburðar:
http://www6.tomshardware.com/graphic/20030311/geforcefx-5600-5200-10.html

3DMark2001SE

FX5600 Ultra: 11506 stig
Ti4200-8X: 12522 stig (8x hefur voða lítið að segja)
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Póstur af Fletch »

zooxk skrifaði:Okey nú er ég illa ósáttur.

Ég var að kaupa mér FX 5600 128 mb og með fullri virðingu MezzUp held ég að það sé kannski eitthvað betra en Ti4200.

MIG LANGAR Í MEIRI FPS Í CS!!!

Ég er bara keyra þetta á 60 fps!

Samt er ég með þetta (að mínu mati) brjálaða kort og 2.8 Ghz með 800 fsb!

COME ON!

hvað þarf ég að gera, hvaða stillingum þarf ég að breyta og í hvað

help me PLEASE


hvað ertu með stillt í fps_max?

á hvaða refreshrate'i ertu að keyra.. ?

meiri líkur að eitthvað svoleiðis sé að stríða þér ef þú ert fastur í 60

prófaðu forrit eins og refreshlock (passaðu þig bara að vera með réttan skjádriver)

Fletch

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

zooxk skrifaði:Ég er bara keyra þetta á 60 fps!

Ég er með 70 - 99 fps í CS á 64 MB GF4 MX440, svo þetta er eitthvað stillanga-vesen, ertu ekki búinn að taka v-sinc af?
Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Staðsetning: Err Vaff Ká
Staða: Ótengdur

Póstur af halanegri »

zooxk skrifaði:Ég er bara keyra þetta á 60 fps!

Samt er ég með þetta (að mínu mati) brjálaða kort og 2.8 Ghz með 800 fsb!

COME ON!

hvað þarf ég að gera, hvaða stillingum þarf ég að breyta og í hvað

help me PLEASE


Þú ert greinilega með VSYNC On(leyfir fps ekki að fara upp fyrir Hz á skjánum, sem kemur í veg fyrir flökt) í stillingunum á kortinu þínu, sem er ekkert nema gott. EN, það þýðir að skjárinn sé bara í 60 Hz á meðan þú ert í leikjum, þannig að þú ert líklega að nota Win2k/XP(í Win9x, þá notaði Windows alltaf hæsta mögulega Hz) og þú getur náð í forrit sem leyfir þér að hækka refresh rate(Hz) í leikjum, þetta forrit er það besta fyrir Nvidia kort:

http://www.nvrt.org/

Síðan skaltu líka muna að skrifa þetta í console:

fps_max 100

Því að Half-Life vélin getur haft 100 fps mest, en default fps hámarkið er 72 fps.
Svara