Tölvuhátalara kerfið kveikir ekki á sér

Svara
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Tölvuhátalara kerfið kveikir ekki á sér

Póstur af Moldvarpan »

Ég er með Z906 kerfi frá logitech, dúndur kerfi sem hefur virkað svo vel... nema núna er það steindautt, kemur ekkert rafmagn á það.

Ég var í burtu, og það sló víst út rafmagnið af hluta íbúðarinnar, það gæti hafa skemmt kerfið.

En spurning er sú, er mikið mál fyrir rafeindamann að laga þetta?

Þetta er svo geggjað kerfi að það væri synd að geta ekki lagað það.

jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhátalara kerfið kveikir ekki á sér

Póstur af jonfr1900 »

Væntanlega hefur spennuflökt eyðilagt spennubreytin. Það væri fyrsta sem þarf að athuga.
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhátalara kerfið kveikir ekki á sér

Póstur af russi »

Moldvarpan skrifaði: En spurning er sú, er mikið mál fyrir rafeindamann að laga þetta?
Hvaða helvítis orðskrípi er þetta? Það ætti að bannfæra þig fyrir svona, gerir betur næst :D

En það er nánast pottþétt að spennirinn sé farinn, lestu á hann og prófaðu annan sem er með álíka spekka. Volt þurfa að vera þau sömu en Amper tala má vera nálægt.
Átt örugglega spennugjafa fyrir sem þú getur prófað. Ef þetta fer allt í gang, þá er bara að versla sér einn spennugjafa
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhátalara kerfið kveikir ekki á sér

Póstur af Moldvarpan »

Mynd
Mynd
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhátalara kerfið kveikir ekki á sér

Póstur af Moldvarpan »

Þetta hefur brunnið soldið. Ég held að það sé varla þess virði að reyna að laga þetta.

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhátalara kerfið kveikir ekki á sér

Póstur af TheAdder »

Ef þú þekkir einhvern sem treystir sér til þess að hreinsa þetta og lóða þetta upp, þá borgar það sig, í aðkeyptri vinnu? Gæti farið hátt í helming á nýju setti.
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhátalara kerfið kveikir ekki á sér

Póstur af brain »

samt viðbúið að eitthvað hafi gefið sig.
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhátalara kerfið kveikir ekki á sér

Póstur af upg8 »

Ætli þetta hafi ekki slegið út rafmagninu frekar en þetta skemmst við að rafmagninu sló út hmm. Afhverju er annars svona erfitt að fá fjöltengi á landinu sem eru með innbyggðum surge protector, það liggur við að rafmagn á Íslandi sé eins og íslenska sauðkindin, má ekkert segja eða efast um fullkominleikann :lol:

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhátalara kerfið kveikir ekki á sér

Póstur af axyne »

AC/DC spennugjafinn er líklega farinn, það sem þú sérð grillað þarf ekki að vera það sem bilað heldur líklegar afleiðing annarar bilunar.
Það eru Mosfet'ar hinum megin á prentinu þar sem þessi viðnám eru, ef ég ætti að giska þá myndi ég halda þeir séu farnir en þurfa ekki endilega vera meigin orsök bilunar.

Það er líka möguleiki að annaðhvort öryggið hafi farið við spennuflökt og hitamyndunum er í raun ekki bilun heldur örsök eftir mikla notkun og lélega hönnun. Auðveld að mæla öryggin ef þú átt fjölsviðsmæli.

Getur rafeindamaður græjað þetta? já ekki spurning, svarar það kostnaði? öruglega ekki. Tímagjaldið tickar hratt.

það er til service manual á scribd með teikningu af spennugjafanum.

Ef þú getur orðið þér útum nýjan eða notaðann spennugjafa væri það eflaust ódýrast fyrir þig.
Electronic and Computer Engineer
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhátalara kerfið kveikir ekki á sér

Póstur af Moldvarpan »

Þegar þetta gerðist þá var slökkt á kerfinu, en samt rafmagn á því. Var ekki að nota það og ekki heima.

En ég er búinn að gefast upp á þessu, ég myndi aldrei treysta kerfinu aftur eftir svona bruna.

Ég pantaði mér Z625, ætla láta það duga í bili. En á 5stk auka hátalara.... jeij!

jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuhátalara kerfið kveikir ekki á sér

Póstur af jonfr1900 »

Öll viðnámin þarna eru brunnin í ösku. Ég get rétt ímyndað mér hvernig hin hliðin á borðinu er eftir þetta. Ég hef svona rafmagn dót (sjónvarp og tölvu) á varaafli þar sem ég get en fjöltengi með spennuvörn er nauðsynlegt á Íslandi. Rafmagnið á Íslandi er mjög ótraust, bilar oft og sveiflast mikið í spennu og hz frá 50hz miðjugildinu.
Svara