Góðan dag.
Nú er ég búinn að vera skotinn í tölvu frá coolshop sem er með góð specs og m.a 3080 korti.
hún kostar 350k, (365k með 32gb ram)
https://www.coolshop.is/vara/lenovo-leg ... 80/238P5N/
Það er auðvitað lang skemtilegast að setja upp tölvu sjálfur og hafa stjórn á allri vélinni en í mínu tilviki væri ekkert fikt í bios eða overclock.
Gerði lista sem er bara dæmi hvað væri hægt að fá hér á landi en svo eru nú skjákortin á skornum skammti.
Intel i5 11600K 38.500 ódýrast
16 GB (2x8) 3200 MHz corsair? 18.950
Palit GeForce RTX 3070 8 GB 150.000
1 TB Samsung 980 Pro 38.500kr
Gigabyte Z590 GAMING X 39.990 ,hef ekki mikið vit af móðurborðum tho.
Be Quiet! Straight Power 11 750W ef nóg W , 29.500
Turnkassi, 25k ca
sirka 340-350k
Er bara að spögulera vegna þess að 3080 kortið er væntanlega öflugara heldur en 70 en svo er lika spurning hvernig gerð af korti er í vélinni og svo eru minnin líka bara lala í tölvunni hjá coolshop og margar pælingar.
einnig er 3070 mjög öflugt í 1440p gaming sem væri nóg og 3080 kanski of mikið jafnvel.
Svo veit maður ekkert hvenær kortin koma til landsins kanski.
eitthverjar ráðleggingar? get ég gert eitthvað betra kaup en það sem ég setti til að setja sjálfur upp vél. takk fyrir að lesa!
Setja upp tölvu m 3070 eða kaupa nýja með 3080
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 17
- Skráði sig: Sun 24. Feb 2013 18:30
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp tölvu m 3070 eða kaupa nýja með 3080
Skoooo... ef budgettið nær svona hátt, og við horfum eingöngu á spekkana og verðið, þá held ég að það sé sénslaust að þú fáir nokkuð nálægt þessari tölvu hjá Coolshop í krafti fyrir sama pening með því að púsla saman sjálfur.
3080 er ca. 25-30% öflugra heldur en RTX 3070, svo að það er alveg þokkalegur munur í leikjum. Örgjörvarnir virðast vera svipaðir, s.s. i5-11600K vs i7-10700KF.
Hvenær þú fengir RTX 3070 eða RTX 3080 kort er erfitt að segja til um.
Varðandi Coolshop, þá myndi ég vera hræddur við ábyrgðarþjónustuna EF þú þarft að sækja ábyrgð til þeirra. Hins vegar kæmi mér ekkert mikið á óvart ef þú gætir farið með tölvuna til Origo í ábyrgðarviðgerð, myndi allavega kanna það, þar sem þeir eru með umboðið fyrir Lenovo. Að sama skapi þá er þetta ekki mikil áhætta, það er 2 vikna skilaréttur á vörum sem þú pantar á netinu, þannig að ef tölvan er biluð þegar þú færð hana í hendurnar, þá ættirðu að geta skilað henni og fengið endurgreitt. Ég myndi örugglega fara þá leið í staðin fyrir að láta reyna á ábyrgðarviðgerð hjá Coolshop. Ef allt er í góðu lagi með vélina þegar þú færð hana, þá er tiltölulega ólíklegt að hún bili innan ábyrgðar.
Þannig að þetta er að mínu mati bara svolítið undir því komið hvað þú verðleggur ánægjuna við að púsla henni saman sjálfur. Þú færð ekki jafn öfluga tölvu, en hefur meiri stjórn á hvaða íhluti þú færð.
Ég myndi sjálfur bara panta þessa Lenovo græju og hlæja alla leið í bankann.
3080 er ca. 25-30% öflugra heldur en RTX 3070, svo að það er alveg þokkalegur munur í leikjum. Örgjörvarnir virðast vera svipaðir, s.s. i5-11600K vs i7-10700KF.
Hvenær þú fengir RTX 3070 eða RTX 3080 kort er erfitt að segja til um.
Varðandi Coolshop, þá myndi ég vera hræddur við ábyrgðarþjónustuna EF þú þarft að sækja ábyrgð til þeirra. Hins vegar kæmi mér ekkert mikið á óvart ef þú gætir farið með tölvuna til Origo í ábyrgðarviðgerð, myndi allavega kanna það, þar sem þeir eru með umboðið fyrir Lenovo. Að sama skapi þá er þetta ekki mikil áhætta, það er 2 vikna skilaréttur á vörum sem þú pantar á netinu, þannig að ef tölvan er biluð þegar þú færð hana í hendurnar, þá ættirðu að geta skilað henni og fengið endurgreitt. Ég myndi örugglega fara þá leið í staðin fyrir að láta reyna á ábyrgðarviðgerð hjá Coolshop. Ef allt er í góðu lagi með vélina þegar þú færð hana, þá er tiltölulega ólíklegt að hún bili innan ábyrgðar.
Þannig að þetta er að mínu mati bara svolítið undir því komið hvað þú verðleggur ánægjuna við að púsla henni saman sjálfur. Þú færð ekki jafn öfluga tölvu, en hefur meiri stjórn á hvaða íhluti þú færð.
Ég myndi sjálfur bara panta þessa Lenovo græju og hlæja alla leið í bankann.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 994
- Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp tölvu m 3070 eða kaupa nýja með 3080
Varðandi ábyrgðina sem Klemmi var að pæla í, Origo eru með Bose umboðið á Íslandi og ég keypti headphone á amazon og sendi á hotel í USA svo biluðu þau og ég fór með þau í Origio og þeir vildu glaðir taka við þeim en þau voru ný dottinn úr ábyrgð US 1 ár en EU 2 ár, þannig ætli þeir þyrftu ekki að taka við Lenovo tölvu líka víst þeir eru umboð fyrir þær vörur, þó þær séu ekki keyptar hjá þeim.. þeir senda þær bara út og græja það þannig sennilega, en klárlega þæginlegt fyrir þig.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 17
- Skráði sig: Sun 24. Feb 2013 18:30
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp tölvu m 3070 eða kaupa nýja með 3080
Takk fyrir svörin Það meikar sens sem þið nefnið með ábyrgð og skilatíma þannig ætti að geta treyst á að prófa þetta. Það er alveg ánæjulegt að setja saman sjálfur en líklega ánægjulegra að fá öflugara samansett fyrir sama pening. ekki skemmir hvað hún er að looka og er líka flott innan í
Ég treysti Lenovo nú ágætlega vel þar sem ég á fartölvu frá þeim sem er geggjuð og hefur ekkert klikkað og ég á alveg sögu með að kaupa "gaming" fartölvur sem sökka og batteríin eyðileggjast
Ég treysti Lenovo nú ágætlega vel þar sem ég á fartölvu frá þeim sem er geggjuð og hefur ekkert klikkað og ég á alveg sögu með að kaupa "gaming" fartölvur sem sökka og batteríin eyðileggjast
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp tölvu m 3070 eða kaupa nýja með 3080
Þessar pre built tölvur virðast vera bang for the buck, en það er held ég mjög lítil reynsla komin á þessar.
Í gegnum þessa coolshop, þá virðist vera takmarkaðar upplýsingar hægt að fá um þetta, s.s. framleiðendur á íhlutum.
Móðurborði,SSD,PSU,GPU ogsvoframvegis
Það finnst mér frekar mikið turnoff.
Svo er ábyrgðin, þetta eru oft dýrir íhlutir og maður vill hafa ábyrgðina í lagi. Ég þekki ekki hvernig það væri afgreitt hjá coolshop/lenovo.
Ég er sjálfur nýbúinn að uppfæra allt innvolsið nema skjákortið hjá mér, kostaði mig 150k.
Ég er með mega þægilegan og vel hljóðeinangraðan tölvukassa sem ég notaði áfram, sem og geymsludiskana og vifturnar.
Ætla kaupa skjákort fljótlega, verðin eru byrjuð að hjaðna á þeim.
Eins og klemmi sagði, Skoooooo.
Það er ekkert eitt rétt svar við þessu, fer eftir notendanum, hvað hann vill.
Í gegnum þessa coolshop, þá virðist vera takmarkaðar upplýsingar hægt að fá um þetta, s.s. framleiðendur á íhlutum.
Móðurborði,SSD,PSU,GPU ogsvoframvegis
Það finnst mér frekar mikið turnoff.
Svo er ábyrgðin, þetta eru oft dýrir íhlutir og maður vill hafa ábyrgðina í lagi. Ég þekki ekki hvernig það væri afgreitt hjá coolshop/lenovo.
Ég er sjálfur nýbúinn að uppfæra allt innvolsið nema skjákortið hjá mér, kostaði mig 150k.
Ég er með mega þægilegan og vel hljóðeinangraðan tölvukassa sem ég notaði áfram, sem og geymsludiskana og vifturnar.
Ætla kaupa skjákort fljótlega, verðin eru byrjuð að hjaðna á þeim.
Eins og klemmi sagði, Skoooooo.
Það er ekkert eitt rétt svar við þessu, fer eftir notendanum, hvað hann vill.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1162
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp tölvu m 3070 eða kaupa nýja með 3080
Léstu þá vita að þetta væru heyrnatól keypt í USA?halldorjonz skrifaði:Varðandi ábyrgðina sem Klemmi var að pæla í, Origo eru með Bose umboðið á Íslandi og ég keypti headphone á amazon og sendi á hotel í USA svo biluðu þau og ég fór með þau í Origio og þeir vildu glaðir taka við þeim en þau voru ný dottinn úr ábyrgð US 1 ár en EU 2 ár, þannig ætli þeir þyrftu ekki að taka við Lenovo tölvu líka víst þeir eru umboð fyrir þær vörur, þó þær séu ekki keyptar hjá þeim.. þeir senda þær bara út og græja það þannig sennilega, en klárlega þæginlegt fyrir þig.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 994
- Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Setja upp tölvu m 3070 eða kaupa nýja með 3080
Já, var bara með kvittun fra amazon USA,Minuz1 skrifaði:Léstu þá vita að þetta væru heyrnatól keypt í USA?halldorjonz skrifaði:Varðandi ábyrgðina sem Klemmi var að pæla í, Origo eru með Bose umboðið á Íslandi og ég keypti headphone á amazon og sendi á hotel í USA svo biluðu þau og ég fór með þau í Origio og þeir vildu glaðir taka við þeim en þau voru ný dottinn úr ábyrgð US 1 ár en EU 2 ár, þannig ætli þeir þyrftu ekki að taka við Lenovo tölvu líka víst þeir eru umboð fyrir þær vörur, þó þær séu ekki keyptar hjá þeim.. þeir senda þær bara út og græja það þannig sennilega, en klárlega þæginlegt fyrir þig.