Tími kominn á uppfærslu. Búinn að kaupa CPU og PSU og ég á viftu fyrir bakhlið kassans. Mun versla nokkra íhluti af erlendum síðum (t.d. computeruniverse), þar sem sumir þeirra eru ekki fáanlegir hérlendis. Búinn að setja þetta inn á PcPartPicker og fæ enga compatibility issues (aðra en að mögulega þarf að flasha bios á mobo sem virðist vera auðvelt á þessu móðurborið ef þörf krefur).
Tölvan verður notuð í hefðbundna heimilisnotkun auk leikjaspilunar í 1440p (g.r.f. að kaupa RTX 3070 þegar þau verða fáanleg aftur á guðlegu verði).
Er eitthvað sem mér er að yfirsjást, eða er þetta ekki nokkuð solid?
[edit] sé að ég gleymdi að setja viftustýringu, þar sem mig langar að hafa hana eins og hljóðlausa og hægt er þegar hún er idle.
Fyrirfram þakkir fyrir álit ykkar
