Rafmagnsbílar

Allar tengt bílum og hjólum
Svara

Höfundur
dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Rafmagnsbílar

Póstur af dadik »

Hafa vaktarar einhverja reynslu af rafmagnsbílum. Hef verið að skoða eitthvað til að skrölta á í bænum t.d. Leaf.

Eru einhverjir must-have fídusar eins og varmadæla eða batteríshitari?
Hvað hafa menn verið að ná miklu drægi úr t.d. 40Kwh batteríum hérna heima?
ps5 ¦ zephyrus G14

DabbiGj
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsbílar

Póstur af DabbiGj »

Ég var að kaupa nýjan Renault Zoe, er með 52kw rafhlöðu og fer 300km á hleðslunni

er mjög ánægður með hann og eina sem mér finnst vera leiðinlegt er að android auto virkar ekki þráðlaust

ef þú ert bara ða keyra innanbæjar og getur hlaðið heima við að þá held ég að þú sért aðallega að pæla í hvernig þér líkar við bílinn

arentorri
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Þri 13. Júl 2021 19:32
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsbílar

Póstur af arentorri »

Ég er núna búinn að vera á Nissan Leaf 2015 árg. í rúmt hálft ár og dýrka hann. Skemmir ekki að ég er námsmaður þannig að sparnaðurinn er gígantískur.

Það fer mjög mikið eftir hvernig ég keyri hann en við príma eco-akstur er ég að ná úr honum 170 km sem er meira en nóg fyrir allan innanbæjarakstur. Síðan hef ég líka oft farið á honum út úr bænum og aldrei lent í neinu veseni, persónulega finnst mér skemmtilegt að taka korter pásu á 140-ish km fresti og hlaða hann. Gerir ferðinna að meira roadtrippi.

Það eru engir must have fídusar að mínu mati sem þú þarft að skoða, ég myndi í raun bara velja bíl eftir fyrst og fremst budgeti, drægni og síðan lúxus-fídusum. T.a.m. er Climate Control í leaf sem er alveg geggjað, bíllinn er þá hlýr og allt frost runnið af honum þegar maður sest inn í hann að vetri til.

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsbílar

Póstur af kjartanbj »

Ég er búin að vera á rafbíl síðan í Mars í fyrra, kannski aðeins dýrari bíl en einhvern skröltara innanbæjar en samt , ég fer ekki aftur í bensín eða dísil bíl, það er alveg á hreinu. þægindin við að eiga svona bíl eru bara svo miklu meiri , það að stinga bara í samband heima og bíllinn er alltaf með 300-400+ km drægni þegar ég vakna , geta stillt hann á veturna að hann sé alltaf búin að hita sig og bræða allan snjó af sér þegar ég fer af stað já eða látið hann kæla innanrýmið ef það er mjög heitt úti eins og var í dag áður en ég kem í bílinn þannig hann taki á móti mér kaldur.

Svo er það að keyra bílinn, snerpan og krafturinn er hrikalega skemmtilegur, one pedal driving er alger snilld síðan. þurfa varla að snerta bremsuna.

Síðan er það viðhaldið eða tja, skortur á því, það eru engin olíuskipti, bremsur endast langt yfir 100þ km og í rauninni ekkert sem þarf að gera nema setja rúðupiss á og skipta um dekk

orn
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsbílar

Póstur af orn »

Ef þetta er snattbíll þarftu ekki að spá neitt í drægni nema þú getir ekki hlaðið heima hjá þér.

Fyrst og fremst bara að spá í að geta hitað í gegnum app eða tímastýringu. Mikil lífsgæði fólgin í að fara út í hlýjan bíl á veturna og þurfa ekkert að skafa.

Líklegast flestir/allir með tímastýringu, bara passa upp á að það sé app (sem hægt er að nota, sumir USA innfluttir virka ekki).
Svara