Ef þú ert með innann við tveggjá ára tölvu með pci-e ættirðu að vera nokkuð vel settur með þetta skjákort. Það er ef eina krafan er að geta spilað nýjustu leikina, þá hefurðu þannig séð ekkert við þennann örgjörva að gera.
Uo434 skrifaði:Ég er að fara að uppfæra tölvuna svo hún ráði við alla nýjustu leikina t.d. Bf2
san andreas, og var að spá í því hvort þetta væri nokkuð svo vitlaust
ég mæli með Lanparty borðunum. verðið á þeim er vel réttlætt bara með öllum aukahlutunum og fítusunum á borðinu. Svo ef þú hefur áhuga á að overclocka, þá er þetta ekki slæmt borð í það.
Það er allaveganna pottþétt til á lager hjá computer.is. Ég efast um að task eigi það til, þar sem þeir eru þektir fyrir að auglýsa hluti sem þeir eiga ekki, en prófaðu samt að tala við þá. Svo eru start.is með lægsta verðið, en það stendur heldur ekki hvort það er til hjá þeim. frekar en hjá task.
Ég hef aldrei lent í því að start eigi ekki vöruna sem mig vantar frá þeim.
En já, þú ættir að taka DFI Lanparty borð og AMD X2 3800+. Ef þú vilt fá góðan hraða ættirðu svo að kaupa þér Zalman 9500 kælinguna og þá ættirðu að geta overclockað þennan örgjörva í 2.6-2.7GHz.
Og svo er þetta skjákort alveg mjöög öflugt, það ræður við alla leikina og mun gera það á næstunni.
Það er rétt, örgjörvarnir eru flokkaðir niður í verksmiðjunni eftir að hafa verið prófaðir. Jafnvel þó að góð hlutföll séu í framleiðslunni eru samt alltaf nokkur eintök sem einfaldlega komast ekki jafn hratt og önnur. Það eru alltaf líkur á því að lenda á slíku eintaki.
Það má segja að X2 2,0 Ghz cpu eins og 3800+ virki í leikjum mjög svipað eins og rúmlega helmingi ódýrari 3200+ single core. Allavega eins og er og í nánustu framtíð þangað til leikjaframleiðendur fara að nýta þann möguleika.
nei. ekki ef hann notar nýju nVidia driverana sem nýta sér dualcore örgjörfa.
DFI borðið er með talsvert betra hljóðkorti, með 4 sata portum meira, með 2 GB lan netkort ,með talsvert betri þétta, styður RAID 5, hægt að save-a bios stillingar, 2 USB portum meira og svo fylgir frontpannel og fleiri aukahlutir með því.
Hefur einhver séð samanburð á single og dual-core gjörvum með þessum nýju driverum. Ég verð að segja að ég er skeptískur á að það séu mikil auka-afköst í gangi þar.
gnarr skrifaði:nei. ekki ef hann notar nýju nVidia driverana sem nýta sér dualcore örgjörfa.
DFI borðið er með talsvert betra hljóðkorti, með 4 sata portum meira, með 2 GB lan netkort ,með talsvert betri þétta, styður RAID 5, hægt að save-a bios stillingar, 2 USB portum meira og svo fylgir frontpannel og fleiri aukahlutir með því.
Allt gott og blessað en spurninginn er hvort hann þarf þetta eða ekki.
Annars hægt bara að mæla með DFI móðurborð, X2 4800, 2x7800GTX, OCZ PSU, OCZ minni og allir voða happy á vaktinni
Tja ef hann er að kaupa svona dýran örgjörva og skjákort þá sakar hann ekki að kaupa besta móðurborðið, sérstaklega ef það kostar ekki nema nokkrum þúsundköllum meira.
Og þetta Silent-OTES dæmi á Abit borðunum er drasl. Hef séð margar review síður segja slæma hluti um það.
kristjanm skrifaði:Tja ef hann er að kaupa svona dýran örgjörva og skjákort þá sakar hann ekki að kaupa besta móðurborðið, sérstaklega ef það kostar ekki nema nokkrum þúsundköllum meira.
Og þetta Silent-OTES dæmi á Abit borðunum er drasl. Hef séð margar review síður segja slæma hluti um það.
Sá sem kallar Abit drasl er ekki marktækur fyrir mér.
kristjanm skrifaði:Tja ef hann er að kaupa svona dýran örgjörva og skjákort þá sakar hann ekki að kaupa besta móðurborðið, sérstaklega ef það kostar ekki nema nokkrum þúsundköllum meira.
Og þetta Silent-OTES dæmi á Abit borðunum er drasl. Hef séð margar review síður segja slæma hluti um það.
Sá sem kallar Abit drasl er ekki marktækur fyrir mér.
ég hef átt 3 abit móðurborð sem hafa grillast, félagi minn lenti í því og svo mágur hans.
5 móðurborð ABIT.
við höfum allir átt um 2-3 msi móðurborð á kjaft, ég td. 2 og aldrei höfum við lent í neinu nema með northbridge viftan er drasl og um að gera skipta bara ef hún pirrar mann
Ég var alls ekki að setja út á Abit, hef sjálfur mjög góða reynslu af þeim.
En hins vegar tel ég að þetta Silent-OTES sé ekki góður kostur. Getur lesið reviews af móðurborðum með þetta og margar síður segja að þetta hitni of mikið.