AMD talar um framtíðararkítektúr

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

AMD talar um framtíðararkítektúr

Póstur af kristjanm »

AMD eru nýbúnir að opna nýja og risastóra verksmiðju sem heitir Fab 36. Þessi nýja verksmiðja verður á næsta ári notuð til að framleiða 65nm örgjörva og ætti að STÓRauka framleiðslugetu AMD. Verksmiðjan kostaði 2.5 milljarða dollara í framleiðslu og er staðsett í Dresden, Þýskalandi.

Núna voru þeir í fyrsta skipti í langan tíma að ræða um framtíð örgjörvanna þeirra. Þeir eru búnir að vera mjög hljóðlátir undanfarið.

Grein: http://www.anandtech.com/cpuchipsets/sh ... spx?i=2565

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Þetta er allt mjög óljóst en þeir eru greinilega að hugsa sér til hreifings til að bregðast við nýjustu útspilum Intel.

Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Veit Ekki »

wICE_man skrifaði:Þetta er allt mjög óljóst en þeir eru greinilega að hugsa sér til hreifings til að bregðast við nýjustu útspilum Intel.


Já, þeir virðast vera að leyna einhverju en hafa þeir ekki verið að gera það undanfarið eins og kom fram í greininni. Annars fyrst að þeir voru að opna nýja verksmiðju sem kostaði 2,5 milljarða dollara, þá hljóta þeir að vera að reyna að sækja í sig veðrið og þannig að þeir geti nú framleitt meira.

Höfundur
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Já þetta var frekar óljóst. Og svo hefur maður fengið þessar rosalega góðu upplýsingar frá Intel.

En þeir ættu allavega að geta keyrt klukkuhraðann svolítið upp. AMD X2 örgjörvarnir keyra nú þegar bara á 2.4GHz og ættu að komast hærra. Hvað þá þegar þeir verða framleiddir á 65nm.

Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Veit Ekki »

kristjanm skrifaði:Já þetta var frekar óljóst. Og svo hefur maður fengið þessar rosalega góðu upplýsingar frá Intel.

En þeir ættu allavega að geta keyrt klukkuhraðann svolítið upp. AMD X2 örgjörvarnir keyra nú þegar bara á 2.4GHz og ættu að komast hærra. Hvað þá þegar þeir verða framleiddir á 65nm.


Þeir vilja kannski ekki að Intel viti allt sem þeir ætla að gera. Koma kannski öllum á óvart með mjög góðum örgjörvum.

Höfundur
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Kannski, eða þá að þeir hafa ekki neitt í höndunum nema núverandi arkítektúr, sem er þó alls ekki slæmt.

wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Fyrir ekki svo löngu síðan heyrði maður hvíslað að AMD væru ekki tilbúnir með neitt útspil við Merom, sem á að verða framtíðar arkitektúr Intel. Þeim fannst þeir þá hafa nógu sterkan örgjörva fyrir en ég er ekki viss. Það þarf að tvöfalda cache-ið og gera það hraðvirkara bara til að geta haldið forystunni í leikjum gagnvart Pentium-M hvað þá ef Merom verður einhver killer.

Höfundur
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Merom er fyrir fartölvur en Conroe fyrir desktop (held ég) en þetta verður allt byggt á Pentium M arkítektúr.

Og já Pentium M er alveg svakalega öflugur. Ég held ég geti alveg fullyrt það að hann er öflugri eða svipaður og AMD 64 á sama klukkuhraða.

Og svo verður Intel alveg örugglega búið að endurbæta þetta alveg helling, shared l2 cache til dæmis, og svo verða þeir gerðir á 65nm svo að klukkuhraðinn ætti að ná hátt :D

Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Veit Ekki »

Hvað mynduð þið halda að klukkuhraðinn væri kominn í mikið í lok árs 2006. Gaman að kíkja á þetta svo í lok árs 2006 og sjá hver hafði rétt fyrir sér. :P

Ég held að hann verði kominn í um 4,8 ghz. Þetta er bara hrein ágiskun. :roll:
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ég spái í að hraðasti örgjörfi sem intel hafi selt þá verði 4GHz, en sá örgjörfi verður með 31stigs, eða jafnvel lengri pípu. En flestir örgjörfar sem AMD og Intel selja verða um 3GHz, og þá með frekar stuttum pípum.
"Give what you can, take what you need."

Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Veit Ekki »

En hvernig verður þetta með móðurborðin sem geta tekið fleiri en 1 örgjörva, eru þau eitthvað að fara að koma í almenna sölu bráðlega eða er kannski byrjað að selja það á almennum markaði. Þá ekki eitthvað takmarkað upplag.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

þú ert að hugsa um server móðurborð. Þau eru líklega ekkert á leiðinni á almennann markað á næstu árum. Getur þó keypt á ebay tildæmis.
"Give what you can, take what you need."

Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Veit Ekki »

gnarr skrifaði:þú ert að hugsa um server móðurborð. Þau eru líklega ekkert á leiðinni á almennann markað á næstu árum. Getur þó keypt á ebay tildæmis.


Já ok.
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Þetta er til á íslandi í dag, veit hinsvegar ekki með þennann 'almenna markað'. KB Banki var að kaupa fyrir nokkru HP Blade sem tekur "allt að" fjóra dual core AMD örgjörva. Alvöru hardware..

Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Veit Ekki »

Stutturdreki skrifaði:Þetta er til á íslandi í dag, veit hinsvegar ekki með þennann 'almenna markað'. KB Banki var að kaupa fyrir nokkru HP Blade sem tekur "allt að" fjóra dual core AMD örgjörva. Alvöru hardware..


Mig minnir að ég hafi séð socket 940 borð með pláss fyrir 2 örgjörva í Tölvulistanum einhvern tíman séð það reyndar ekki núna á síðunni hjá þeim. En það væri magnað að vera með 4 örgjörva. :twisted:

Höfundur
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Server móðurborð eru oft með socket fyrir fleiri en einn örgjörva, en ekki venjuleg desktop móðurborð.

Annars myndi ég halda að klukkuhraðinn hjá 65nm AMD og Intel dual-core örgjörvunum væri kominn í 2.8-3.0GHz. Þá er ég að tala um nýju Pentium M byggðu örgjörvana frá Intel, en ég veit fyrir víst að þeir eiga eftir að gefa út 3.4GHz Prescott-skyldan dual-core örgjörva seint á þessu ári.

En ég held að öflugustu single-core örgjörvarnir frá Intel verði 4.0-4.2GHz(Cedar Mill) og 3.0GHz hjá AMD(FX-59).

Annars er mest af þessu bara hugdettur.

Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Veit Ekki »

Gætir fengið þér svona móðurborð og 2 Opteron 1,8 ghz örgjörva á $583 eða 35.633 kr. Það finnst mér nú ekki ýkja mikið. Hvernig eru svo þessir Opteron örgjörvar að standa sig í samanburði við X2 örgjörvana.

http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6819103422

http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6813151125

Höfundur
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af kristjanm »

Ég held að Opteron séu svona nokkurn veginn nákvæmlega eins og single-core og dual-core Athlon64 samstæður þeirra, fyrir utan það að þeir styðja öðruvísi minni og styðja það að nota fleiri en einn örgjörva í einu.
Svara