SATA vandamál

Svara

Höfundur
corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

SATA vandamál

Póstur af corflame »

Jæja, þetta er búinn að vera ónýtur dagur hjá mér. Fór IDE hdd hjá mér um
5 leytið og ég bruna og versla SATA disk því ég ætla mér þá að nota hann
í nýju vélinni sem ég ætlaði að fara að smíða mér. (Reyndar tefst það slatta
út af þessu böggi). Fæ mér eitthvað Silicon Image 3114 raid sata spjald í
tölvuvirkni og allt í lagi með það.

Svo núna í kvöld þegar ég hef tíma til að laga vandann, þá fyrst vantar mig
poweradapter (molex -> s-ata) og allar búðir lokaðar en tekst að redda því.
Þá byrjar böggið fyrir alvöru. Sama hvað ég geri, þá get ég ekki ræst upp
vélina með disk tengdann við nýja controllerinn (það eru 2 porta innbyggt
sata á móðurborð sem er í notkun). Allt virkar hins vegar fínt ef enginn diskur er
tengdur, windowsið ræsir sig upp, finnur controllerinn og setur upp drivera
fyrir hann.

Ég er búinn að reyna að disable-a allt sem hægt er í BIOS, færa controller
á milli PCI slotta en allt kemur fyrir ekki og nú er svo komið að ég er
lens, dettur ekkert fleira í hug til að prófa.

Er einhver hérna sem hefur glóru um hvað gæti verið að og hvernig ég
laga það?

Bætti við ->
Gleymdi þessu í sögunni:

Western Digital 120GB diskur, verslaður í Task í Ágúst 2003 sem er
akkúrat passlegt svo að ábyrgðin er runnin út...
Last edited by corflame on Fös 14. Okt 2005 00:38, edited 1 time in total.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Búinn að prufa að disablea boot from pci-addon card?

Höfundur
corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Póstur af corflame »

Pandemic skrifaði:Búinn að prufa að disablea boot from pci-addon card?
Það er ekki option hjá mér, er búinn að disable-a e-ð sem kallast "boot other
option" en það breytir engu.

Ég er með MSI K7N2 Delta ILSFR borðið og þetta er ekki option í bios þar :(
Last edited by corflame on Fös 14. Okt 2005 03:41, edited 1 time in total.

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

prufaðu að leita hérnahefur hjálpað mér mikið í gegnum tíðina.

Höfundur
corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Póstur af corflame »

Takk, er að leita þar núna

Höfundur
corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Smá öppdeit

Póstur af corflame »

Jæja, nú rúmlega 8 klst eftir að ég byrjaði á þessu, þá er ég enn í sömu sporum. Er með SATA disk sem virkar, er með auka SATA raid controller sem virkar, er með onboard sata með 2 diska tengda sem virkar.

Eina sem virkar ekki er að láta einhvern disk tengjast nýja controllernum :evil:

Ég er meira að segja búinn að reyna að flasha móbóið með modduðum BIOS sem uppfærði onboard SATA controllerinn í full version (Promise fasttrak tx2 eitthvað) en það breytir engu.

Þetta er ekki óþekkt vandamál með Promise fasttrak controllera (onboard dótið) og aðra controllera á a.m.k. nForce2 borðum en engin lausn virðist vera til önnur en sú að disablea onboard controller og nota add-in. Þetta væri í sjálfu sér ekkert vandamál ef ég gæti fært diskana sem eru fyrir yfir á nýja controllerinn, EN, þá lendi ég í því að þar sem þeir eru búnir til á onboard controllernum (uppsett sem RAID, en þeir eru samt stakir...) sem þýðir að ég get ekki accessað gögnin á þeim á hinum controllernum

Þannig, að þeir möguleikar sem ég sé í stöðunni eru að:
1. fara aftur í Start á morgun og reyna að gráta út skipti á SATA -> IDE disk (ábyggilega hægt, þeir eru svo almennilegir þar)
2. Flýta uppfærslu á vélbúnaði og skella mér á AMD64 vél, en þá er það vandamálið að 10k af peningnum sem ég var næstum því búinn að safna öllum eru farin í nýjan disk.

Ef mér tekst einhvernveginn að redda peningnum sem upp á vantar, þá eru allar líkur á að ég fari leið nr. 2 (ekki strætóinn samt).

En hvað varð eiginlega um old fashioned diskatengingu án raid :(
Vil bara geta formattað diskinn í einni vél, tekið úr og sett í aðra og ekkert vesen, hlutirnir bara virka...
Svara