20 daga námskeið í Python forritun á 3.000 kr.

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
player
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mán 24. Maí 2021 11:49
Staða: Ótengdur

20 daga námskeið í Python forritun á 3.000 kr.

Póstur af player »

Hæ, ég var að leita að áhugaverðu sumarnámskeiði fyrir dóttur mína sem var að byrja í framhaldsskóla og datt inn á þetta einstaka námskeið í Python forritun hjá Tækniskólanum.

Þetta er 60 klst. staðnám sem gefur 10 einingar í framhaldsskóla og það besta er að það er niðurgreitt af Menntamálaráðuneytinu og kostar ekki nema 3.000 kr.

Það virðast ekki margir vita af þessu og vantar fleiri til að skrá sig til þess að ná lágmarks þátttöku.

Umsækjendur þurfa ekki að hafa neina reynslu eða kunnáttu i forritun til að sækja námskeiðið.

Á námskeiðinu verður farið frá grunni í öll helstu atriði forritunar eins og breytur, skilyrðissetningar, lykkjur og lista. Einnig verður farið yfir föll/ aðferðir og notkun tilbúinna klasa. Nemendur læra að hanna sína eigin klasa og kynnast hlutbundinni forritun.

Endilega deilið þessu og látið vita af þessu námskeiði.

Kennari: Sigríður Sturlaugsdóttir, framhaldsskólakennari
Verð: 3.000 kr.
Staðsetning: Háteigsvegur - Sjómannaskólinn
Einingar: 10 ef lágmarkseinkunn er náð.
Dagsetning: 31. maí 2021 - 24. júní 2021 (20 dagar)

Skráning og nánari upplýsingar:
https://tskoli.is/sumarnam/forritunarnam/
Svara