Aðstoð vegna val á heimabíómagnara

Svara
Skjámynd

Höfundur
Le Drum
has spoken...
Póstar: 150
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Aðstoð vegna val á heimabíómagnara

Póstur af Le Drum »

Sælir vaktarar.

Er mikið að spá í heimabíómagnara þessa dagana, var nefnilega að komast yfir plötuspilara og nenni ekki endalaust að hlusta á hann tengdan við tölvuna í hvert sinn.

Er með slatta af dóti sem ég myndi tengja í hann fyrir utan plötuspilarann, svo sem PS4, Bluray spilara svo eitthvað sé nefnt.

Hallast að svona týpu eins og þessari, er ekki alveg að nenna að réttlæta fleiri hátalara as we speak: https://ht.is/product/heimabiomagnari-5 ... -avrx550bt.

Datt í hug hvort einhver væri með svona græju hérna á Vaktinni og væri til í að segja mér hvort þetta séu góð kaup eður ei.
Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð vegna val á heimabíómagnara

Póstur af SolidFeather »

Ég er með Denon X2200w og hef ekkert útá hann að setja.

Ég myndi bara skella mér á þennan sem þú linkaðir á ef hann uppfyllir þínar kröfur.

Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 249
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð vegna val á heimabíómagnara

Póstur af Emarki »

X2700h væru mjög góð kaup, en hann er dýrari enn ef þú kynnir þér muninn þá fattarðu hvað það meikar sens.

Kv. Einar
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð vegna val á heimabíómagnara

Póstur af hagur »

Kíktu á Yamaha RX-V4A hjá raflandi. Bang for the buck og mjög future proof. RX-V6A er svo væntanlegur skilst mér.

Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 249
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð vegna val á heimabíómagnara

Póstur af Emarki »

Ég tek undir með síðasta ræðumanni.

RX-V4A eru betri kaup.

njordur9000
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð vegna val á heimabíómagnara

Póstur af njordur9000 »

hagur skrifaði:Kíktu á Yamaha RX-V4A hjá raflandi. Bang for the buck og mjög future proof. RX-V6A er svo væntanlegur skilst mér.
Emarki skrifaði:Ég tek undir með síðasta ræðumanni.

RX-V4A eru betri kaup.
Er sjálfur með RX-V6A og sé hálfvegis eftir að hafa ekki valið Denon frekar. Hann er ekki alslæmur en suð er vel heyranlegt þegar í bara -17dB og svo er hann hægur í valmyndum og að bregðast við. Fyrir utan það var helsta ástæðan til að kaupa hann það að hann er með þrjár hdmi 2.1 raufar á meðan sambærilegi Denon hafði bara eina en nú er alls óvíst hvort sú virkni verði nokkurn tímann virk. T.d. eru þeir þegar eftir á með VRR sem átti að verða virkt með hugbúnaðaruppfærslu í mars en hefur ekki borist. Auk þess er mjög mikið af einhvejru Yamaha DSP-i undir ýmsum nöfnum sjálfkrafa sett á sem litar hljóðið og það er nokkur höfuðverkur að elta það allt uppi í stillingunum og slökkva á. Hann má þó eiga það að MusicCast og öll snjallvirknin virkar mjög vel ef það er eitthvað sem skiptir ykkur máli.

Ef ég væri að kaupa aftur hefði ég a.m.k. farið í Denon AVR-X1600H eða X2700H
Palit RTX 3080 Gamerock OC, Ryzen 7 3800X, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED

Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 249
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð vegna val á heimabíómagnara

Póstur af Emarki »

Njordur9000:

Suðið sem þú heyrir hefur ekkert að gera með magnaran heldur getur þetta verið “ground loop” eitthvað með snúrur og uppsetningu að gera.

Möguleiki að Ypao hafi ekki verið sett upp nægjanlega vel, hátalararnir ekki mjög sensitivir og þurfa meira power etc.

Hjá mér er ég með Yamaha 3070 og -17 vol er eiginlega reference 85db uppí 105db. Það er mjög hátt.

Kv. Einar

njordur9000
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð vegna val á heimabíómagnara

Póstur af njordur9000 »

Emarki skrifaði:Njordur9000:

Suðið sem þú heyrir hefur ekkert að gera með magnaran heldur getur þetta verið “ground loop” eitthvað með snúrur og uppsetningu að gera.

Möguleiki að Ypao hafi ekki verið sett upp nægjanlega vel, hátalararnir ekki mjög sensitivir og þurfa meira power etc.

Hjá mér er ég með Yamaha 3070 og -17 vol er eiginlega reference 85db uppí 105db. Það er mjög hátt.

Kv. Einar
Ég er með hátalara sem eru ekki mjög næmir og ofan á það er 3070 kraftmeiri magnari. En það er sama ég held ég hafi aldrei farið svo hátt við að spila alvöru efni nema bara til prófunar. Engu að síður fann Amir í AudioScienceReview það sama ( https://www.audiosciencereview.com/foru ... iew.17204/ ) þar sem hann mælist með verri mögnurum sem hann hefur mælt vegna mikilla truflana og suðs sem kemur heim og saman við mínar óformlegu prófanir.
Palit RTX 3080 Gamerock OC, Ryzen 7 3800X, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð vegna val á heimabíómagnara

Póstur af worghal »

ég er með marantz nr1508 og hann stendur vel fyrir sínu.
Hann er með allt sem ég þarf (4k, arc, nóg af hdmi og öðrum channelum og bt) og er ekki massívur
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð vegna val á heimabíómagnara

Póstur af hagur »

Ég hafði hugsað mér að uppfæra minn gamla Yamaha RX-V1800 og fara í RX-V6A en nú var ég að sjá Denon X2700H í Heimilistækjum, á svipuðu verði og RX-V6A kostar hjá Rafland. Denon fær betri reviews sýnist mér og hefur ákveðna kosti eins og dual HDMI output

Nú er ég eiginlega torn .... Denon farinn að kitla meira.

Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 249
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð vegna val á heimabíómagnara

Póstur af Emarki »

Denon 2700h er gott bang for the buck.

Annars er talsverð umræða um að þessi nýju 2.1 hdmi tengi eru ekki 100% ef menn eru að reyna vera future proof, þess vegna hefur nýja Advantage línan hjá Yamaha verið sett í biðstöðu.

Ég persónulega er að skoða nýju x40 línuna hjá Anthem, hún mun vera uppfæranleg í hdmi 2.1 þegar það verður almennilega komið í lag.
Kannski betra að spá í henni þegar hún fer að seljast með þeim tengjum samt.

Advantage 3070 dugar enn fínt í dag fyrir mig, vantar helst kraftmagnara með.
Svara