Álit á PSU

Svara

Höfundur
Thomzen1
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Mið 13. Feb 2019 19:26
Staða: Ótengdur

Álit á PSU

Póstur af Thomzen1 »

Sælir,

Mig grunar að PSU sé að syngja sitt síðasta hjá mér, m.v smá google.
Þegar tölvan er búinn að vera idle í nokkrar min frís hún og eina leiðin til að fá function í hana er að ýta á reset takkann á kassanum.
Búinn að taka RAM test, allt í góðu þar.

m.v. það sem er til hér heima,,, hafið þið reynslu á þessum aflgjöfum? Heyrt gott / slæmt?

Corsair RM850x Modular
https://www.att.is/corsair%20rm850x%20m ... c3%b0.html

Seasonic Focus+ Gold 850W
https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Ih ... 281.action

Asus - Rog Strix 850G Platinum
https://www.coolshop.is/vara/asus-rog-s ... it/2359PR/

bkv,
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Álit á PSU

Póstur af Klemmi »

Ekki hægt að fullyrða að þetta sé aflgjafinn út frá þessari lýsingu, en ef þig langar í nýjan aflgjafa þá er það bara allt í lagi.

Ég myndi afskrifa þennan frá Coolshop, einfaldlega vegna þess að það yrði erfiðara að sækja ábyrgðina þar heldur en hjá Tölvutek eða Att, og verðmunurinn er það lítill að það er engin ástæða til að eltast við hann.

Milli Seasonic Focus+ Gold og Corsair RM850x, þá eru þetta bæði mjög vandaðir aflgjafa og þú yrðir örugglega sáttur með hvorn heldur sem er. Ég er alltaf hrifinn af Seasonic og myndi sjálfur velja hann ef ég væri að fara í svona öflugan.
Annars var ég að fara í Phanteks 650W hjá Tölvutækni fyrir um viku síðan, sem er eiginlega bara rebranded Seasonic aflgjafi, 650W duga mér vel þó ég sé með RTX 3080 kort.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

njordur9000
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Staða: Ótengdur

Re: Álit á PSU

Póstur af njordur9000 »

Seasonicinn og Asusinn ættu að vera mjög svipaðir. 750w útgáfan er skv. Tom's Hardware framleidd af Seasonic og er aðeins betrumbætt Seasonic Focus+ Gold 750w. Fullyrði ekkert um 850w útgáfuna en það ætti að vera nokkuð öruggt að gera ráð fyrir að það sé líka gæðavara.

Corsair RMx línan þykir líka mjög fín, áreiðanleg og örugg. Er sjálfur með Corsair RMx 750w og hef ekkert slæmt um hann að segja. Þú ert að velja á milli þriggja mjög fínna aflgjafa, ætti ekki að skipta svo miklu hvern þú velur. Persónulega myndi ég hallast að Asusinum því Seasonic er líklega gullstaðallinn og Seasonic með betri kælingu ætti því að vera enn betri en í raun veldi ég bara þann sem væri ódýrastur eða auðveldast að komast í.
Palit RTX 3080 Gamerock OC, Ryzen 7 3800X, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Álit á PSU

Póstur af einarhr »

Hvaða villumelding er í Event Viewer? Kernel 42? Ég var í þessu basli og það sem ég gerði að var að fara yfir stillingar í Power Options.
Þetta er algent vandamál
https://www.windowspasswordsrecovery.co ... ws-10.html
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |

Höfundur
Thomzen1
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Mið 13. Feb 2019 19:26
Staða: Ótengdur

Re: Álit á PSU

Póstur af Thomzen1 »

einarhr skrifaði:Hvaða villumelding er í Event Viewer? Kernel 42? Ég var í þessu basli og það sem ég gerði að var að fara yfir stillingar í Power Options.
Þetta er algent vandamál
https://www.windowspasswordsrecovery.co ... ws-10.html
ahh okei, takk!
kernel-power 41 error.
Þarf kannski að skoða þetta eitthvað frekar
Skjámynd

krukkur_dog
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Lau 08. Nóv 2008 22:53
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Álit á PSU

Póstur af krukkur_dog »

Ég er með Corsair RM750x
Mjög ánægður með hann
AMD4 Ryzen 7 5800x - M.2 Samsung SSD 980 Gen4 - Corsair 2x8GB DDR4 3200 - Asus TUF B550 - GeForce RTX 3070 TI 8GB - Fractal Design Define C - Corsair RM750x 750W modular - HP 27xq 144Hz
Svara