Ég er með lítinn heimaserver sem er orðinn nokkuð gamall (Socket 775, Core2 Quad Q9550). Hann virkar vel og gerir allt sem hann þarf en það er spurning hversu lengi í viðbót. Ég er líka að verða nokkuð þreyttur á að vera með svona stóran turn í geymslunni (Silencio 650).
Mín fyrsta hugmynd var að setja saman litla ITX tölvu en svo rakst ég á Synology DiskStation DS720+ sem mér sýnist kosta svipað.
Hefur einhver hérna reynslu af þessum græjum? Er þetta gott stöff?
Til að gefa tilfinningu fyrir það hvaða álag væri á græjunni þá nota þetta fyrst og fremst undir backup, ljósmyndir oþh. og keyri svo þessar þjónustur í Docker, mest bara til skrauts:
- Gitlab
- Home assistant (m. aeotec zwave stick)
- Plex
- Deluge deamon
- Snipe IT
- Unifi