Fyrsta tölvan mín

Svara
Skjámynd

Höfundur
ThorGodOfGaming
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fim 29. Okt 2020 19:15
Staða: Ótengdur

Fyrsta tölvan mín

Póstur af ThorGodOfGaming »

Jæja kæru vaktarar,
Þá hef ég lokið samsetningu á minni fyrstu PC tölvu formlega. Ég var svo lánsamur að næla mér í eitt af fyrstu RX 6800 kortunum sem komu til landsins og var það ekkert annað en Red Devil LE. Var búinn að vera bíða og bíða eftir að þessi kort kæmu loksins til landsins, því mig langaði virkilega til þess að nota eitt af þeim í mína fyrstu. Ég er gríðarlega ánægður með þetta allt saman og á eftir að nýta þessa tölvu í botn. Og þar sem að vaktin var ein af síðunum sem að hjálpaði mér mikið við að átta mig á öllu sem þurfti til í slíka tölvu, þá langaði mig að deila með ykkur, fellow vaktarar, lokaafurðinni.
15E3F25F-1C0D-4774-8162-5E77302DA376.jpeg
15E3F25F-1C0D-4774-8162-5E77302DA376.jpeg (655 KiB) Skoðað 410 sinnum
Gleðilegt nýtt ár!
Ryzen 9 3900x - Radeon RX 6800 - Asrock Steel Legend - Corsair Vengeance RGB Pro, 32 GB, 3200mhz - Corsair Force MP600 500GB
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Fyrsta tölvan mín

Póstur af jericho »

Til hamingju og velkominn á vaktina! Flott tölva hjá þér og ég geri ráð fyrir að speccarnir í undirskriftinni séu uppfærðir :) (löngu orðið tímabært á uppfærslu hjá sjálfum mér).
Mín reynsla af þessu samfélagi er ekkert nema jákvæð og þvílíkir öðlingar sem vaktarar eru upp til hópa.
Last edited by jericho on Mið 30. Des 2020 23:51, edited 1 time in total.

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Svara