Arkidas skrifaði:Er að setja saman lista fyrir nýtt rig til að spila Cyberpunk í 4k ~60 fps max stillingum (eða sem næst því).
Er til í að eyða vel í þetta en vil þó reyna að fókusa á value frekar en allra allra besta (t.d. 3080 í stað 3090 sem kostar tvöfalt meira - nema það sé í alvöru nauðsynlegt).
Langar líka að hugsa til þess að eyða ekki of litlu í móðurborð ef það kemur niður á upgradability í framtíðinni. Vil helst geta betrumbætt þessa vél yfir næstu 2-3 ár.
Þetta er það sem ég er búinn að skrifa niður
- i9 10900K
- RTX 3080
- 32GB 3600MHz
- 1TB SAMSUNG 970 EVO Plus SSD - M.2 NVMe Interface
- Motherboard: Not too cheap if that sacrifices upgradability
- Water cooling for quiet performance cooling
- PSU: Quiet and ample power for upgradability[
- Case: ??
Getið þið nokkuð hjálpað mér að fylla í eyðurnar hérna?
Er ekki viss hvort ég eigi að fara í vatnskælingu en ég vil geta streamað spilun og vil ekki hafa of mikil læti úr vélinni. Var þess vegna að pæla í vatnskælingu. Er stressaður yfir því að ef loftkælingin myndi verða flöskuháls ef vifturnar fá ekki að fara á fullt.
Er ekki viss hvort þessi SSD sé nóg eða hvort ég eigi að fara í hraðari (hef séð upp í 5gb/s skrifhraða). Finn ég eitthvað fyrir því í leikjum/streymun?
Veit svo ekki hvort það sé ákveðið minni sem ég á að reyna að fara í.
Að öllum líkindum verður eina sem þú getur "betrumbætt" í vélinni eftir 1-3 ár ný skjákort, auka minni eða auka geymsla. En það er auðvitað eitthvað sem þú getur "betrumbætt" í hvaða vél sem er.
Næsta AMD platform verður sennilega ekki AM4 og Intel geldir yfirleitt eldri móðurborð með nýjum uppfærslum.
Síðan er mjög takmarkað hvað þú ert að græða á örjgörvauppfærslum milli single kynslóða, hvað þá þegar þú ætlar að spila leiki í 4k, örgjörvinn er að fara að breyta sára litlu hvað varðar FPS. 5900x er frábær kaup og getur enst þér örugglega auðveldlega 3+ ár.
Vatnskæling er óþarfi og vesen (öll skítköst velkomin).
Ideal minni fyrir AMD atm er DDR4 3600mhz, 32-64GB, sleppur alveg með 3200mhz.
Ég t.d. ætla ekki að uppfæra 3900x í 5900x, lét duga að fara út RTX 2070S í RTX 3080.
That being said þá er 5900x betri kaup en 5800x.
Myndi reyna að fá þér aflgjafa framleiddann af Seasonic, s.s. high end Corsair PSUs eða Seasonic sjálfa.