Vinnsluminni - ráðgjöf

Svara

Höfundur
aripall94
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 12. Des 2020 13:15
Staða: Ótengdur

Vinnsluminni - ráðgjöf

Póstur af aripall94 »

Er að spá með vinnsluminni, ég er með 2x 8GB sem er núna orðið nokkuð gamalt og var að spá í að uppfæra, hraðinn á því er bara 1066Mhz(samkvæmt speccy) í samburði við 2133Mhz og uppí 3600Mhz sem þú færð í dag. Er aðalega að spá hversu miklu máli skiptir að hafa hraðari Mhz og segjum að ég kaupi ný 2x 8GB kort hvort ég geti haft þau í með gömlu og fengið 32GB eða hvort það sé alveg vonlaust útaf 1060Mhz hraðanum, og hvernig vinnsuminni er best að kaupa í dag á ca 20k? væri þakklátur góðri ráðgjöf þar sem ég þekki ekki rosa vel inná þetta,
Viðhengi
ram.png
ram.png (2.11 KiB) Skoðað 645 sinnum
Last edited by aripall94 on Mán 28. Des 2020 12:21, edited 1 time in total.

gunni91
1+1=10
Póstar: 1154
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni - ráðgjöf

Póstur af gunni91 »

Sæll,

Það væri kannski gott að fá að vita týpuna á móðurborðinu hjá þér. Það sennilega borgar sig ekki að para þessu við ný.

Ef þú veist ekki týpuna geturðu td sótt CPU-Z forritið og þá sérðu týpuna þar.

Eru þetta DDR3 minni?
Last edited by gunni91 on Mán 28. Des 2020 12:27, edited 2 times in total.

Höfundur
aripall94
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 12. Des 2020 13:15
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni - ráðgjöf

Póstur af aripall94 »

gunni91 skrifaði:Sæll,

Það væri kannski gott að fá að vita týpuna á móðurborðinu hjá þér. Það sennilega borgar sig ekki að para þessu við ný.

Ef þú veist ekki týpuna geturðu td sótt CPU-Z forritið og þá sérðu týpuna þar.

Eru þetta DDR3 minni?
Sæll, er með frekar nýlegt ASRock Z390M Pro4 móðurborð
edit: þannig þetta eru væntanlega DDR4 minni sem ég er með?
Last edited by aripall94 on Mán 28. Des 2020 12:33, edited 1 time in total.

raggzn
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Mán 30. Júl 2007 10:18
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni - ráðgjöf

Póstur af raggzn »

Speccy sýnir bara helming hraðans á minninu þannig þú ert líklegast þá með 2133 mhz minni, miða við að þú sért með intel þá myndi ég ekki stressa mig á því, þetta er fínt eins og það er. Ef þig langar að uppfæra í 32gb minni, þá myndi ég frekar fjárfesta bara í nýjum 2x16gb með kannski 2666 eða 3000 mhz minni því ef þú kaupir önnur 2x8 gb ofaná hin sem eru kannski 3000mhz, þá niðurklukkast þáu sjálfkrafa niður á sama hraða og gömlu 2133 mhz minninn.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni - ráðgjöf

Póstur af Klemmi »

Það er í raun þannig að þú ert með DDR minni, double data rate, sem þýðir að raunverulegur hraði er tvöfalt það sem þú sérð þarna.
Minnið er því að keyra á 2*1066MHz = 2132MHz, eða eins og algengara er, 2133MHz. Það þýðir þó ekki að þetta vinnsluminni sé endilega 2133MHz, því þú þarft almennt séð að stilla það á réttan hraða í BIOS, algengast og einfaldast að setja á svokallaðan XMP prófíl, sem setur þá inn réttan hraða.

Fyrsta skref væri því að athuga hvort að þetta séu raunverulega 2133MHz minni eða eitthvað hraðara.

Næsta skref væri svo að fá að vita af hverju þú vilt uppfæra/stækka minnið. Ertu að spila tölvuleiki og vilt fá meiri afköst?
Eða ertu að nota þung forrit og vilt því fara í 32GB?
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni - ráðgjöf

Póstur af jonsig »

3200 og 3600 MHz minnið er á fínu verði og eitthvað future proof. Ég hef 32GB en held að það komi ekki upp aðstæður sem maður þarf meira en 16GB í gaming.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Svara