Góðan og blessaðann,
Nú náði maður að kaupa hitt og þetta á tilboði um daginn en það sem ég er búinn að kaupa er:
Móðurborð: Asus Prime X570-P
https://www.amazon.com/gp/product/B07SW ... UTF8&psc=1
SSD: Sabrent rocket 4 1tb
https://www.amazon.com/gp/product/B07TL ... UTF8&psc=1
Minni: Corsair Vengeance LPX 16gb DDR4 3600
https://www.amazon.com/gp/product/B07RM ... UTF8&psc=1
Þegar að lagerstaða fer að komast í eðlilegan farveg þá er svo pælingin að fjárfesta í:
Skjákort: RTX 3060ti
Örgjörvi: Ryzen 5 5600X
Þá er það spurningin - hvaða kassa og aflgjafa á maður að kaupa, skiptir það kannski voða litlu máli?
Hef verið að skoða Phanteks hjá Tölvutækni eða Bequiet hjá Kísildal en svo sé ég að Kísildalur er að nota Gameax Nova (9.500kr) kassann í mjög mikið af samsettu tölvunum sínum og hugsaði, er kannski betra að spara bara peninginn?
Annað sem ég hef verið að pæla í, nú á ég gamlann jálk með windows 10 uppsett á gömlum ssd dis og er með eftirfarandi pælingar:
1. Er eitthvað vit í því að spegla stýrikerfið yfir á nýja diskinn
2. Er kannski bara betra að wipe-a gömlu tölvuna og selja hana með windows
3. Eða er sniðugt að nota bara áfram gamla hæga SSD diskinn fyrir stýrikerfið og nýta djúsið í nýja í leikina
Svo eru öll komment og allar ráðleggingar velkomnar!
Ný maskína - hvaða kassi? o.fl.
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 179
- Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
- Staðsetning: grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Ný maskína - hvaða kassi? o.fl.
i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)
Re: Ný maskína - hvaða kassi? o.fl.
Er sjálfur að nota Phanteks P300A fyrir mína tölvu og mæli mikið með honum. Þarft samt að kaupa auka viftu fyrir inntak. Varðandi aflgjafa getur verið gott að fjárfesta í einhverjum góðum 80+ gold aflgjafa eins og Corsair RMx eða dýrari Seasonic Focus.
Ekki nota hægasta diskinn fyrir stýrikerfi; notaðu sá hraðasta. Að spegla gamla yfir á nýja ætti alveg að virka en persónulega myndi ég bara setja upp ferskt, sérstaklega ef gamla stýrikerfið er búið að keyra lengi án yfirfærslu.
Ekki nota hægasta diskinn fyrir stýrikerfi; notaðu sá hraðasta. Að spegla gamla yfir á nýja ætti alveg að virka en persónulega myndi ég bara setja upp ferskt, sérstaklega ef gamla stýrikerfið er búið að keyra lengi án yfirfærslu.
Last edited by Hausinn on Mán 21. Des 2020 21:38, edited 1 time in total.