Er hægt að gera við skjákort?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Fennimar002
Fiktari
Póstar: 74
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Staða: Ótengdur

Er hægt að gera við skjákort?

Póstur af Fennimar002 »

Sælir Vaktarar.

Félagi minn sagði mér um daginn að skjákortið hans væri eitthvað bilað, ég ákvað að taka á mig að kíkja á það.
Þegar ég setti kortið í tölvuna mína, postaði tölvan ekki, vildi hreinlega ekki kveikja á sér, og kom svo brunalykt frá kortinu.
Er eitthvað tölvu verkstæði eða einhver sem tekur að sér að kíkja almennilega á kortið?

Skjákortið er Zotac 1070 mini.
CPU : Ryzen 5600x - MBO : Asus ROG Strix b550-f - Mem : 16GB 3000Mhz Corsair Vengeance - Kassi : Phanteks P400s - PSU : Corsair RM650i - GPU : Asus ROG Strix GTX 1070 - M.2 : Samsung 970 EVO Plus
SSD : Samsung 860 EVO 250GB - SSD 2: Samsung EVO850 500GB - HDD : 2TB WD

Hausinn
Ofur-Nörd
Póstar: 291
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að gera við skjákort?

Póstur af Hausinn »

Ef það kom brunalykt myndi ég ekki eyða tíma né pening í það.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að gera við skjákort?

Póstur af jonsig »

Hefði talið það öfugt, ef það er brunalykt þá er eitthvað vesen á component sem er hægt að skipta út, nema prentið sé brunnið í drasl.

Vandamálið er að enginn professional er að fara laga þetta á minna en ~20k á tíman.

Raunhæfara væri:
1. Þekkir einhvern nema í rafeindavirkjun sem er að leita af einhverju challange.
2. Kannski einhver af þessum "i fix for you" týpum á vinna með litlum fyrirvara!! á facebook kunni eitthvað, en það eru kannski 0,3% líkur.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Svara