Hvað er þetta, einhver ræma með LED ljósum?
https://www.coolshop.is/vara/philips-hu ... le/236U7E/
Ef ég ætla fara smart-lýsa heimilið mitt, á ég að fara í svona?
Smart heimili: "Philips Hue - V4 Lightstrip Plus Starter Kit" -- hvað er það?
Re: Smart heimili: "Philips Hue - V4 Lightstrip Plus Starter Kit" -- hvað er það?
Já, Philips Hue LED borði. Þú þarft samt að kaupa Hue bridge líka til að geta stýrt þessu með appi í símanum. Þetta kit inniheldur bara 2 metra LED borða og PSU fyrir hann.
Meikar meira sense að taka þetta: https://www.coolshop.is/vara/philips-hu ... le/236U7G/ og þá færðu Bridge-ið með í pakkanum fyrir örlítið meira.
Meikar meira sense að taka þetta: https://www.coolshop.is/vara/philips-hu ... le/236U7G/ og þá færðu Bridge-ið með í pakkanum fyrir örlítið meira.
Re: Smart heimili: "Philips Hue - V4 Lightstrip Plus Starter Kit" -- hvað er það?
Takk kærlega. Myndiru mæla með að fara í Philips vörur ef ég ætla að fara smart-lýsa heimili mitt og einhverra fjölskyldumeðlima? Eða mæliru með einhverju öðru?hagur skrifaði:Meikar meira sense að taka
Last edited by netkaffi on Mán 30. Nóv 2020 22:00, edited 3 times in total.
Re: Smart heimili: "Philips Hue - V4 Lightstrip Plus Starter Kit" -- hvað er það?
Eg keypti þennan frekar vegna þess hann er með "Bridge" sem gefur þér fleiri möguleikar.
https://www.coolshop.is/vara/philips-hu ... le/236U7G/
https://www.coolshop.is/vara/philips-hu ... le/236U7G/
Re: Smart heimili: "Philips Hue - V4 Lightstrip Plus Starter Kit" -- hvað er það?
Já ég mæli hiklaust með Philips Hue. Það er ekki ódýrt, en þetta eru gæðavörur að mínu mati. Svo er þetta lang-stærsti playerinn á þessum markaði þannig að það vilja allir vinna með þeim, enda er varla til sá smart home búnaður sem ekki integrate-ast við Philips Hue.netkaffi skrifaði:Takk kærlega. Myndiru mæla með að fara í Philips vörur ef ég ætla að fara smart-lýsa heimili mitt og einhverra fjölskyldumeðlima? Eða mæliru með einhverju öðru?
Svo er hægt að spara slatta með því að kaupa Ikea Tradfri perurnar - þær virka beint með Hue kerfinu.
Ég byrjaði sjálfur á Hue Starter kitti sem samanstóð af 3 E27 litaperum og brú. Svo er þetta bara ávanabindandi og núna er ég kominn með Hue í allt húsið meira og minna. Fullt af led borðum, allskonar perur og ljós, hue dimmer rofar, hue hreyfiskynjarar o.sv.frv. Ótrúlega skemmtilegt dót.