Ég er með Raspberry Pi tengda með ethernet sem er dottin út af netinu. Ég get ennþá tengst vélinni í gegnum pc tölvuna og sé hana í settings í routernum en fæ ekkert internet. Ég hef bara verið að nota vélina fyrir Kodi og einstaka torrent. Búinn að prófa að restarta. Það hefur ekkert breyst í notkuninni hjá mér þannig að ég veit ekki hvað er að valda þessu eða hvað ég get gert til að komast að því og lagfæra. Ifconfig sýnir þetta:
það er nú ekki annað að sjá en að þú sért með iptölu á local netinu þínu.
prófaðu:
sudo netstat -rn
og
ping 8.8.8.8
Fyrri getur þér hvaða route þú ert með, og seinni pingar þú ip tölu á internetinu.
Ef það virkar, gæti þetta verið dns mál, ef ekki er séns að route gefi vísbendingar.
Þú hefur ekkert verið að leika þér í eldvegnum ?
sudo iptables -L -n
Kernel IP routing table
Destination Gateway Genmask Flags MSS Window irtt Iface
0.0.0.0 192.168.8.1 0.0.0.0 UG 0 0 0 eth0
192.168.8.0 0.0.0.0 255.255.255.0 U 0 0 0 eth0
Ég var búinn að prófa að pinga 8.8.8.8 og það virkaði ekki.
Ekkert fiktað í eldveggnum nýlega en ég prófaði að slökkva á honum og hjálpaði ekki.
Það breytir líka ekki hvort ég nota wifi eða ethernet. Bæði tengist routernum en ekki netinu.
það virkar semsagt að pinga 192.168.8.1 en ekki 8.8.8.8
Routing virðist vera rétt, þe default gateway er á 192.168.8.1 og ef þú nærð að pinga hann, þá hefði ég haldið að vandamálið væri þar.
ólíklegt að þar sé bæði verið að blokka lan mac og wifi mac ...
Já get pingað routerinn. Hef ekki breytt neinum stillingum í routernum en það er ekki kveikt á mac address filter eða ip filter. Kannski prófa að restarta/factory setta routerinn?
Prufaðu að setja inn aðra línu fyrir neðan með t.d. google dns:
nameserver 192.168.8.1
nameserver 8.8.8.8
Save og endurræsa network eða hreinlega reboota pi og sjá hvort netið virki ekki hjá þér.
EDIT:
Þetta er rpi þannig gerðu þetta frekar hér:
Edita skránna /etc/dhcpcd.conf
Finna þessa staðsetningu, lýtur líklega c.a. svona út á og bæta tölunum fyrir aftan 192.168.8.1