Steam Link

Svara

Höfundur
blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Steam Link

Póstur af blitz »

Er einhver að nota Steam Link / remote play?

Ég er með borðtölvuna staðsetta inn í íbúð (tengd með snúru) og inni í skúr er ég með sjónvarp sem ég gæti tengt við gamla borðvél þar (i5 + 16gb ram með onboard skjákorti).

Væri stundum til í að komast út í skúr til að spila til þess að vera með minni hávaða þegar maður er að spila eitthvað sem kallar á voice-chat.

Þarf maður einhvern sérstakan vélbúnað í þetta eða er þetta aðallega spurning um nettenginguna? Sé að margir nota Nvidia Shield en ég væri til í að komast hjá því að versla dýran aukabúnað.
Last edited by blitz on Þri 10. Nóv 2020 14:40, edited 2 times in total.
PS4
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Steam Link

Póstur af GullMoli »

Hef notað Steam Link á AppleTV 4K + Xbox stýripinna, allt snúrutengt í routerinn, virkar lygilega vel en hef hinsvegar ekki prufað neina intense FPS leiki. Get ímyndað mér að það sé hinsvegar allt í góðu.

Ef þú setur auka tölvuna upp í skúrnum og loggar þig inná sama Steam account þá verður in house streaming strax í boði, svo lengi sem kveikt er á aðal tölvunni líka. Velur bara stream í staðin fyrir install í Steam :)
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Steam Link

Póstur af Klemmi »

Keypti notaðan Steam Link (s.s. vélbúnaðinn, áður en þetta varð app) hér á Vaktinni fyrir mörgum árum á einhvern 2þús kall, ein bestu kaup sem ég hef gert.
https://www.amazon.com/Steam-Link-pc/dp/B016XBGWAQ

Hef séð þá detta hingað inn öðru hverju.

Er með þetta snúrutengt við switch sem síðan tengist í routerinn, er svo bara með Xbox One fjarstýringar tengdar í gegnum bluetooth. Ekkert vesen, spila FIFA, Rocket League og fleira. Það er smá delay sem maður finnur fyrir í Rocket League og FPS leikjum, en hins vegar held ég að það sé sjónvarpinu hjá mér að kenna, því delay-ið er líka vandamál þegar ég tengi tölvuna beint við sjónvarpið.
Nefni það bara til öryggis, þyrfti að prófa að tengja tölvuskjá við þetta til að finna út hvort það sé eitthvað delay á Steam Linknum sjálfum :)

*Bætt við*
Ég er svo gamaldags að ég er enn með 1080p sjónvarp. Gamli góði Steam Linkinn yrði líklega til vandræða þegar farið er að skella í hærri upplausnir.
Last edited by Klemmi on Þri 10. Nóv 2020 14:40, edited 1 time in total.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Svara