Sælir,
Nú á covid tímum netfunda og heimavinnu. Þá er lappinn farinn að þurfa að vera opinn og uppi við meira og meira. (var lokaður og tengdur með usb c dokku þar sem að hann var ekki fyrir.)
Og þetta er að taka of mikið pláss á skrifborðinu og er ekki beint í þægilegri hæð til þess að vinna með hinum tveim skjáunum og ég nenni ekki að integrata vefmyndavél í setupið mitt ef að ég þarf þess ekki. Og ég er ekkert mótfallinn þriðja skjánum
Þannig að ég fór að leita að VESA bakka fyrir fartölvu sem að ég gæti sett á borðfestingu sem að ég á og er að safna ryki. En það virðist ekki vera mikið um það hér á klakanum sem að ég gæti platað vinnuveitendann til að borga fyrir
Er að leita í einhverju í ætt við þetta:
https://www.amazon.com/HumanCentric-Lap ... B07RJZJVHF
Einhver sem að hefur rekist á þetta hérlendis?
Laptop tray á borðfestingu fyrir skjái
Re: Laptop tray á borðfestingu fyrir skjái
Þetta er kannski ekki einmitt það sem þú ert að leita að en var mín lausn á sama vanda.
Ég skellti mér í IKEA um daginn og fékk mér Vivalla spjaldtölvustand undir fartölvuna:
https://www.ikea.is/products/596967
Fartölvan tekur núna minna pláss á borðinu og skjárinn og vefmyndavélin eru kannski ekki í kjörhæð en þó í mun betri hæð. Vefmyndavélin er nánar tiltekið núna í ca. 41cm hæð frá borðplötunni. Ég hafði smá áhyggjur af því að tölvan myndi ekki haldast í dokkunni (er með Thinkpad T480s í USB-C Thinkpad Ultra Docking Station) en það er ekkert vandamál.
Svo splæsti ég líka í Sigfinn undir skjáinn. Hann er reyndar frekar plássfrekur en það er til bóta að hafa skjáinn svolítið hærri.
https://www.ikea.is/products/601700
Ég skellti mér í IKEA um daginn og fékk mér Vivalla spjaldtölvustand undir fartölvuna:
https://www.ikea.is/products/596967
Fartölvan tekur núna minna pláss á borðinu og skjárinn og vefmyndavélin eru kannski ekki í kjörhæð en þó í mun betri hæð. Vefmyndavélin er nánar tiltekið núna í ca. 41cm hæð frá borðplötunni. Ég hafði smá áhyggjur af því að tölvan myndi ekki haldast í dokkunni (er með Thinkpad T480s í USB-C Thinkpad Ultra Docking Station) en það er ekkert vandamál.
Svo splæsti ég líka í Sigfinn undir skjáinn. Hann er reyndar frekar plássfrekur en það er til bóta að hafa skjáinn svolítið hærri.
https://www.ikea.is/products/601700