Nr. 1
Q: Tölvan mín er ógeðslega hæg. Alltaf þegar ég fer í tölvuleiki höktir tölvan ógeðslega og ég er lengi að afrita milli diska.
A: Vandamálið er mjög líklega það að diskurinn er að keyra í PIO mode.
Lausn:
Byrjaðu á að prófa þetta:
klikkaðu með hægri á "My Computer" -> "Properties" -> "Hardware" flipinn -> [Device Manager] -> klikkar á plúsinn hjá "Ide ATA/ATAPI controllers" -> klikka með hægri á "Primary IDE Channel" -> Properties -> "Advanced Settings" flipinn -> Passaðu að "Transfer Mode" fyrir bæði "Device 0" og "Device 1" sé á "DMA if available" og athugaðu hvað stendur í "Current Transfer Mode" í báðum dálkum -> klikkaðu á [OK] -> Hægriklikka á "Secondary IDE Channel" og velja "properties og gera það sama og þú gerðir fyrir "Primary IDE Channel".
Ef þetta virkar ekki, færðu þá diskinn yfir á aðra rás með því að víxla köplunum á móðurborðinu. Semsagt færðu kapalinn sem er tengdur í Primary yfir í secondary og öfugt.
Nr. 2
Q: Ég get ekki installað windows á nýja harðadiskinn minn.
A: Vandamálið er mjög líklega það að þú ert með SATA* disk eða með diskinn tengdann í RAID stýringu á móðurborðinu.
Lausn 1:
Ef þetta er PATA** diskur, þá geturu prófað að aftengja snúruna milli móðurborðsins og disksins frá móðurborðinu og prófað að tengja hana í annað tengi á móðurborðinu.
Lausn 2:
Með móðurborðinu/RAID stýringunni fylgdi mjög líklega disklingur sem að heitir "SATA Controller driver" eða "RAID controller driver". Settu þennann disk í diskettu drifið og startaðu svo uppsetningunni fyrir windows. Um leið og "blái skjárinn" kemur upp, byrjaðu þá að "drita" á F6. Þegar uppsetningin er búin að keyra sig up spyr hún þig hvort þú viljir setja inn auka SCSI/RAID drivera. Veldu já, og segðu henni að leita að driverum á diskettunni.
* Serial ATA. Nýlegur staðall fyrir harðadiska, er með mjóum kappli.
* Parell ATA. Gamall staðall fyrir harðadiska, er með breiðum kappli.
Nr. 3
Q: Tölvan mín er svakalega heit! Örgjörfinn fer alveg uppí 50°c í vinslu og hörðudiskarnir í 45°c
A: 50°c á örgjörfa er ekkert til að hafa áhyggjur af. Örgjörfar eru gerðir til að vinna við allt að 80-90°c, svo að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Hinsvegar er rétt hjá þér að hörðudiskarnir þínir eru heitir. Harðir diskar eru mekanískir, og þola þess vegna mjög illa hita. Góður hiti á hörðum disk er 5-35°c, 35-45°c er ekkert alvarlegt, en þó í efra lagi, allt yfir 45°c styttir líftíma diskanna mikið.
Lausn:
Þú getur fengið ódýrar kassaviftur í nánast öllum tölvubúðum (Athugaðu þó að taka ekki of háværa viftu. SilenX, Paps, NoiseBlocker og fleiri eru þekktir fyrir að gera hljóðlátar viftur), kauptu þér 80mm viftu og settu fyrir framan hörðudiskana ef þú getur. Ef það er ekki hægt, þá er næstum bókað mál að þú getur sett viftu aftast í kassann þinn.
Nr.4
Q: Ég spila skotleik á netinu og þarf að vera með hátt FPS, en það er fast í 60/75fps. Hvað get ég gert?
A: Þetta er ekki eins alvarlegt og fólk vill meina. Ástæðan fyrir því að þú ert "fastur" í 60/75fps er sú að þú ert með Vertical Sync í gangi. Það sem að Vertical Sync gerir er að koma í veg fyrir að skjákortið sendi fleiri ramma í skjáinn þinn en hann ræður við. Ef skjákortið sendir rammana hraðar en skjárinn getur sýnt, þá "rifnar" myndin á skjánum. Það er líka algjörlega ástæðulaust að senda fleiri ramma í skjáinn heldur en hann getur sýnt, einmit vegna þess að hann getur ekki sýnt þá.
Lausn:
Notaðu google til að finna forritið Refresh Force. Þetta forrit stillir skjáinn þinn á eins háa tíðni og hann ræður við, og stillir svo skjákortið á að senda jafn marga ramma og skjárinn ræður við. Ef þú ert með góðann skjá, þá nærðu líklegast uppí 100fps.
Nr.5
Q: Ég var að setja windows upp á nýtt á tölvunni minni. Ég setti inn skjákorts driverana og restartaði tölvunni, en þegar hún var að starta sér kom bara svartur skjár.
A: Það vantar inn drivera fyrir AGP kubbasettið í tölvunni hjá þér.
Lausn:
Startaðu tölvunni í "Safe Mode" (sjá grein Nr.6) og hentu út skjákorts driverunum og restartaðu svo tölvunni. Startaðu tölvunni svo "venjulega" og fynndu kubbasetts driverana fyrir móðurborðið þitt og settu þá inn. Restartaðu svo tölvunni og settu skjákorts driverana inn og þá ætti þetta að vera komið.
Nr.6
Q: Ég var að setja inn driver/forrit og núna fæ ég villu meðan/rétt eftir að hún startar sér og ég get ekkert gert.
A: Startaðu tölvunni í "Safe Mode" og hentu forritinu/Drivernum út.
Lausn:
Strax eftir að þú kveikir á tölvunni, íttu þá á [F8] þangað til hún kemur með valmynd þar sem hún býður þér uppá að starta í "Safe Mode". Þegar þú kemur inn í windowsið spyr hún þig hvort þú viljir starta tölvunni í "Safe Mode" eða gera "System Restore". Klikkaðu á "Yes" takkann.
Fyrir drivera:
farðu í "Start" -> "Settings" -> "Control Panel" -> "System" -> "Hardware" flipann -> "Device Manager". Finndu svo hlutinn sem þú varst að setja inn, klikkaðu með hægri á hann og gerðu "Uninstall"
Fyrir forrit:
farðu í "Start" -> "Settings" -> "Control Panel" -> "Add or Remove Programs". Finndu svo forritið og hentu því út.
Nr.7
Q: Ég finn ekki drivera sem mig vantar, hvar finn ég þá?
A: Google er vinur þinn
Lausn:
Í flestum tilfellum eru tölvufyrirtækin með heimasíðu sem er á http://www.[Nafn á fyrirtæki].com.tw
Svosem http://www.abit.com.tw, http://www.msi.com.tw, http://www.gigabyte.com.tw, http://www.dfi.com.tw, http://www.asus.com.tw, http://www.jetway.com.tw, http://www.via.com.tw, http://www.chaintech.com.tw.
Ef þú ert að leita að driverum fyrir skjákort, þá leitaru eftir framleiðanda á kubbnum á skjákortinu, ekki á kortinu sjálfu. nVidia er http://www.nvidia.com og ATi http://www.ati.com
Sama með kubbasett á móðurborðum. Intel kubbasett eru á http://www.intel.com, VIA á http://www.via.com.tw, nForce eru á http://www.nvidia.com og svo framvegis.
Ef þú ert að leita að driverum frá fyrirtæki sem er hætt störfum, eða þá að hluturinn er orðinn mjög gamall, þá geturu í flestum tilfellum fundið driver á http://www.driverguide.com.
Hvað er að tölvunni minni? Topp 7 vandmála listi og lausnir
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 6208
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Hvað er að tölvunni minni? Topp 7 vandmála listi og lausnir
"Give what you can, take what you need."