ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Upplýst lyklaborð OG vasaljós efst úr skjánum ef þú vilt það frekar (FN + Spacebar til að virkja annað hvort)
Kemur með dokku
Selst formöttuð og tilbúin í uppsetningu (löglegt Windows 10 og með nýjustu uppfærslurnar)
Smá brot á hátalaragrillinu hægramegin, sést á myndinni. Snertiflöturinn (touchpadið) er asnalega lítið og böggandi, lyklaborðið er hinsvegar mjög þægilegt.
Slim og létt miðað við aldur, en hún er nokkuð þykk miðað við það nýjasta í dag.
Hún er helvíti öflug sökum skjákortsins en engin leikjavél, skilar sér líka í aðeins lakari rafhlöðuendingu.
Set 40þús á hana, hef eiginlega ekki hugmynd um hvers virði hún er svo ykkur er velkomið að koma með athugasemdir.
SELD á 40þús á Bland. Seldist strax þar, fékk nokkur boð uppá 35k og tvö 40k.
Last edited by GullMoli on Sun 01. Nóv 2020 15:21, edited 2 times in total.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Viggosson skrifaði:Sanngjarnt verð 40k sérstaklega með dokku.
Flottar vélar, þessi er áreiðanlega enþá mjög spræk fyrir hefðbundna heimilisnotkun.
Þetta eru alveg ótrúlegar vélar. Er sjálfur með T431s sem ég keypti notaða fyrir 2 1/2 ári og hún er ennþá í fullri notkun. Virkar mjög vel með Linux Mint, enn maður finnur fyrir aldrinum þegar ég keyri windows á henni.