Lesa stöðu rafhlöð í Nissan Leaf

Allar tengt bílum og hjólum
Svara

Höfundur
oskarom
Ofur-Nörd
Póstar: 218
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Staða: Ótengdur

Lesa stöðu rafhlöð í Nissan Leaf

Póstur af oskarom »

Kvöldið,

Ég er í bílahugleiðingum, stutta sagan er sú að við erum að spá í að selja gríðarlega tryggan Land Cruiser, fá okkur einn 9 manna og breyta honum í semi húsbíl, en það er efni í aðra sögu, með honum langar okkur að vera með lítinn rafmagnsbíl, eins og t.d. Nissan Leaf.

Ég er mjög upptekinn af ástandinu á rafhlöðunni í þessum bílum, langar lítið að versla bíl sem er búið að fara illa með rafhlöðuna í.

Vandinn er að þessir blessuðu bílar, eins fínir og þeir virðast vera, gefa ekki upp nákvæma tölu á rýmd (capacity) stöðu rafhlöðunnar, eina leiðin er að fara með bílinn til B&L og láta lesa af bílnum, sem væri allt gott og blessað ef þetta kostaði ekki 11þúsund krónur fyrir lesturinn.

Ég veit af því að það eru til græjur sem hægt er að fá fyrir lítið sem geta lesið þetta af bílnum, en eins og sönnum íslendingi sæmir þá er lítil þolinmæði til að bíða eftir þannig græju með póstinum, sérstaklega í ljós þess hve erfit það virðist vera að fá nokkuð til landsins sem kemur ekki með hraðsendingu (DHL etc.).

Er einhver hér lendis sem hefur verið að grúska í þessum bílum og er jafnvel að selja svona græjur? Eða eru aðrar leiðir til að komast að þessari stöðu?

Takk fyrir að lesa!
Mbk.

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Lesa stöðu rafhlöð í Nissan Leaf

Póstur af kjartanbj »

Farðu inn á Rafbílar á íslandi á facebook, veit að það er einn amsk þar sem er með leafspy sem gæti örugglega reddað þér

Höfundur
oskarom
Ofur-Nörd
Póstar: 218
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Staða: Ótengdur

Re: Lesa stöðu rafhlöð í Nissan Leaf

Póstur af oskarom »

Takk fyrir svarið kjartanbj, ég kíki þarna inn og ath hvað menn segja.

kv
Oskar
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Lesa stöðu rafhlöð í Nissan Leaf

Póstur af Tiger »

Þarft bara einfaldan OBD II sendi sem þú tengir undir mælaborðið og svo LeafSpy forritið í iPhone (mögulega android líka). Örugglega einhverjir á vinalista þínum á FB sem eiga svona OBD sendi.

Átti svona bíl og notaði þetta, færð upplýsingar um hverja cellu ofl ofl.

Svo bara að fara með bílinn í lestur í B&L, færð þar allar info sem þú vilt, hversu oft hann hefur farið í hraðgleðslu ofl ofl.
Mynd

Manager1
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Lesa stöðu rafhlöð í Nissan Leaf

Póstur af Manager1 »

Ef rafhlaðan skiptir þig svona miklu máli þá ættir þú að borga þessar 11 þúsund krónur hjá B&L ;)
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lesa stöðu rafhlöð í Nissan Leaf

Póstur af jonsig »

Maður spyr sig hvor bifvélavirkjar geti gert svona úttektir. Þetta snýst ekki aðeins um hleðslugetu rafhlöðunnar, heldur eru einnig aðrir þættir sem mig dettur í hug sem eru ekki minna mikilvægir ! Öldrun cellana í bílnum og þá sérstaklega innraviðnám cellana getur verið allavegana, svo það hlýtur að vera eitthvað miðgildis- viðmið af heildinni sem ætti að vera hægt að reikna.

Þetta þyrftu að vera einhverskonar rafvélavirkjar þá helst rafeindavirkjar líka eða tæknimenntað fólk sem væru að túkla alvöru aflesningu af svona batteríi.

sorry en maður sér alltof mikið af fólki lærðu á vélar vera að reyna troða sér í þessa rafbíla og hleðslustöðvabuisness sem ég held að eigi aldrei eftir að spilasta vel úr fyrir neytandann. "smá off topic "Veit um stóran hleðslustöðva sala hérna á klakanum sem hefur engan rafmenntaðan - réttindamann á sínum snærum, en gerist svo brattur að þykjast geta túlkað reglur,staða og frágang þessara stöðva til neytanda sem og rafvirkja jafnvel sem standsetja þær.

Þessi rafbílabisness er í leiðindar limbó ástandi, þetta er flókið concept. Bíllinn og búnaðurinn í honum sem að utan og ekki rétta fólkið í þessu hef ég illan grun um.

disclaimer, þá finnst mér vélakallar snilld.. þegar kemur að brunavélum.
Last edited by jonsig on Þri 13. Okt 2020 22:23, edited 1 time in total.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Lesa stöðu rafhlöð í Nissan Leaf

Póstur af slapi »

jonsig skrifaði:Maður spyr sig hvor bifvélavirkjar geti gert svona úttektir. Þetta snýst ekki aðeins um hleðslugetu rafhlöðunnar, heldur eru einnig aðrir þættir sem mig dettur í hug sem eru ekki minna mikilvægir ! Öldrun cellana í bílnum og þá sérstaklega innraviðnám cellana getur verið allavegana, svo það hlýtur að vera eitthvað miðgildis- viðmið af heildinni sem ætti að vera hægt að reikna.

Þetta þyrftu að vera einhverskonar rafvélavirkjar þá helst rafeindavirkjar líka eða tæknimenntað fólk sem væru að túkla alvöru aflesningu af svona batteríi.

sorry en maður sér alltof mikið af fólki lærðu á vélar vera að reyna troða sér í þessa rafbíla og hleðslustöðvabuisness sem ég held að eigi aldrei eftir að spilasta vel úr fyrir neytandann. "smá off topic "Veit um stóran hleðslustöðva sala hérna á klakanum sem hefur engan rafmenntaðan - réttindamann á sínum snærum, en gerist svo brattur að þykjast geta túlkað reglur,staða og frágang þessara stöðva til neytanda sem og rafvirkja jafnvel sem standsetja þær.

Þessi rafbílabisness er í leiðindar limbó ástandi, þetta er flókið concept. Bíllinn og búnaðurinn í honum sem að utan og ekki rétta fólkið í þessu hef ég illan grun um.

disclaimer, þá finnst mér vélakallar snilld.. þegar kemur að brunavélum.

Ég veit
Enda ætla ég bara að hætta þessu bílastússi enda veit ég ekkert hvað ég er að gera.
Vonandi kemur einhver flottur tæknimentaður gæji á hvítum hest og bjargað okkur skítugu smuröpunum áður en við meiðum okkur á þessu.
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: Lesa stöðu rafhlöð í Nissan Leaf

Póstur af kizi86 »

Manager1 skrifaði:Ef rafhlaðan skiptir þig svona miklu máli þá ættir þú að borga þessar 11 þúsund krónur hjá B&L ;)
þannig að hann ætti bara að punga út 11þ krónum í hvert skipti sem hann skoðar bíl sem hann er að spá í að kaupa?

þannig ef hann skoðar 5-6 bíla, á hann þá bara að punga út 55-66.000kr ? þvæla og bruðl, enda er hann að koma hingað og spyrja ráða til að sleppa við að þurfa að punga út svona upphæðum, bara útaf bílkaupapælingum
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB

Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 232
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Staða: Ótengdur

Re: Lesa stöðu rafhlöð í Nissan Leaf

Póstur af Hallipalli »


kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Lesa stöðu rafhlöð í Nissan Leaf

Póstur af kjartanbj »

kizi86 skrifaði:
Manager1 skrifaði:Ef rafhlaðan skiptir þig svona miklu máli þá ættir þú að borga þessar 11 þúsund krónur hjá B&L ;)
þannig að hann ætti bara að punga út 11þ krónum í hvert skipti sem hann skoðar bíl sem hann er að spá í að kaupa?

þannig ef hann skoðar 5-6 bíla, á hann þá bara að punga út 55-66.000kr ? þvæla og bruðl, enda er hann að koma hingað og spyrja ráða til að sleppa við að þurfa að punga út svona upphæðum, bara útaf bílkaupapælingum
Það er líka að mér skilst algert prump sem sést á þessu yfirliti hjá umboðinu, bara einhverjir broskallar og eitthvað sem segir manni lítið, Leafspy segir manni víst miklu meira

Höfundur
oskarom
Ofur-Nörd
Póstar: 218
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Staða: Ótengdur

Re: Lesa stöðu rafhlöð í Nissan Leaf

Póstur af oskarom »

kjartanbj skrifaði: Það er líka að mér skilst algert prump sem sést á þessu yfirliti hjá umboðinu, bara einhverjir broskallar og eitthvað sem segir manni lítið, Leafspy segir manni víst miklu meira
Það er mjög áhugavert að heyra
Hallipalli skrifaði:Leaf Spy
https://www.youtube.com/watch?v=N3rEcdUS8Ho
Takk
kizi86 skrifaði: þannig að hann ætti bara að punga út 11þ krónum í hvert skipti sem hann skoðar bíl sem hann er að spá í að kaupa?

þannig ef hann skoðar 5-6 bíla, á hann þá bara að punga út 55-66.000kr ? þvæla og bruðl, enda er hann að koma hingað og spyrja ráða til að sleppa við að þurfa að punga út svona upphæðum, bara útaf bílkaupapælingum
Akkúrat pælingin.
Tiger skrifaði:Þarft bara einfaldan OBD II sendi sem þú tengir undir mælaborðið og svo LeafSpy forritið í iPhone (mögulega android líka). Örugglega einhverjir á vinalista þínum á FB sem eiga svona OBD sendi.

Átti svona bíl og notaði þetta, færð upplýsingar um hverja cellu ofl ofl.

Svo bara að fara með bílinn í lestur í B&L, færð þar allar info sem þú vilt, hversu oft hann hefur farið í hraðgleðslu ofl ofl.
Takk


Ég endaði á að panta mér svona græju af Amazon, ætti að kosta mig um 9þ komið hingað. Verður spennandi að prófa þetta.

Ef einhver í svipuðum pælingum finnur þennan þráð í framtíðinni þá er viðkomandi velkomið að hafa samband til að lesa af, af því gefnum að græjan sem er á leiðinni virki :)
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lesa stöðu rafhlöð í Nissan Leaf

Póstur af jonsig »

kjartanbj skrifaði:
kizi86 skrifaði:
Manager1 skrifaði:Ef rafhlaðan skiptir þig svona miklu máli þá ættir þú að borga þessar 11 þúsund krónur hjá B&L ;)
þannig að hann ætti bara að punga út 11þ krónum í hvert skipti sem hann skoðar bíl sem hann er að spá í að kaupa?

þannig ef hann skoðar 5-6 bíla, á hann þá bara að punga út 55-66.000kr ? þvæla og bruðl, enda er hann að koma hingað og spyrja ráða til að sleppa við að þurfa að punga út svona upphæðum, bara útaf bílkaupapælingum
Það er líka að mér skilst algert prump sem sést á þessu yfirliti hjá umboðinu, bara einhverjir broskallar og eitthvað sem segir manni lítið, Leafspy segir manni víst miklu meira

Það er hægt að prenta , en svo er að túlka..

Sorry, veit þetta af menntun og fyrri störfum.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Svara