Hæ,
Ég er að reyna að átta mig á Raid uppsetningu. Ég er með Asus Hyper M.2 X16 CARD V2 og hef verið að keyra einn M.2 disk í honum. Núna ætaði ég að bæta við öðrum en ég fæ aldrei vélina hjá mér til að sýna mér báða. Það næsta sem ég hef komist með því að leita á netinu er að maður verður að keyra diskana sem RAID 0 og að CPU verður að hafa nógu margar rásir (lanes) til að styðja öll 4 slottin.
Ég er að keyra á eftirfarandi:
CPU : AMD Ryzen 5 3600X
Motherboard: ASUSTeK COMPUTER INC. TUF B450-PLUS GAMING (AM4)
Niðurstaðan mín er að CPU sé ekki með nógu margar rásir (lanes) og þessvegna sjái ég ekki 3 M.2 drifið hjá mér.
Er einhver hér sem getur útskýrt þetta aðeins nánar fyrir mér. Hvar er flösku hálsinn hjá mér og í hvaða CPU AMD 3000 eða AMD 5000 ég þurfi að fara í svo ég geti notað öll 4 slottin (ef það er vandamálið).
Upplýsingar sem ég hef fundið og verið að fylgja:
https://rog.asus.com/forum/showthread.p ... ngle-drive
https://dlcdnets.asus.com/pub/ASUS/mb/A ... V4_WEB.PDF
https://www.reddit.com/r/Amd/comments/i ... _3600_how/
Kv.
Vésteinn
Asus Hyper M.2 X16 CARD V2
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 15
- Skráði sig: Fim 29. Des 2011 21:18
- Staða: Ótengdur
Re: Asus Hyper M.2 X16 CARD V2
Gæti verið að þú þurfir mobo sem styður bifurcation, það er, splitta pci-e rásinni í 4x4 úr þessu 1x16 sem er normal.
googlaðu moboið þitt hvort það styður bifurcation eða ekki.
Ég ætlaði sjálfur að fá mér svona 4-in-1 fix til að auka plássið mitt en mobo'ið mitt styður það ekki
googlaðu moboið þitt hvort það styður bifurcation eða ekki.
Ég ætlaði sjálfur að fá mér svona 4-in-1 fix til að auka plássið mitt en mobo'ið mitt styður það ekki
-Need more computer stuff-
Re: Asus Hyper M.2 X16 CARD V2
Update BIOS ?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 15
- Skráði sig: Fim 29. Des 2011 21:18
- Staða: Ótengdur
Re: Asus Hyper M.2 X16 CARD V2
MrIce skrifaði:Gæti verið að þú þurfir mobo sem styður bifurcation, það er, splitta pci-e rásinni í 4x4 úr þessu 1x16 sem er normal.
googlaðu moboið þitt hvort það styður bifurcation eða ekki.
Ég ætlaði sjálfur að fá mér svona 4-in-1 fix til að auka plássið mitt en mobo'ið mitt styður það ekki
Takk fyrir svarið þú vísaðir mér á rétta braut, ég fann þetta hérna frá ASUS support:
https://www.asus.com/us/support/FAQ/1037507
Eins og ég er að skilja þetta þá getur PCIEX16_1 tekið 1 og PCIEX16_2 tekið 1. Þannig móðurborðið hjá mér er aldrei að bjóða upp á meira en 1 M.2.
Virðist vera á þessu að AMD séu ekki að bjóða upp á meira en 2 M.2 fyrir 3rd Gen AMD Ryzen, maður verður að fara í Intel til að geta gert það. Ætli Threadripper sé þá ekki líka að bjóða upp á þetta.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 15
- Skráði sig: Fim 29. Des 2011 21:18
- Staða: Ótengdur
Re: Asus Hyper M.2 X16 CARD V2
Er með nýjasta.beggi702 skrifaði:Update BIOS ?
Re: Asus Hyper M.2 X16 CARD V2
vesteinn85 skrifaði: Takk fyrir svarið þú vísaðir mér á rétta braut, ég fann þetta hérna frá ASUS support:
https://www.asus.com/us/support/FAQ/1037507
Eins og ég er að skilja þetta þá getur PCIEX16_1 tekið 1 og PCIEX16_2 tekið 1. Þannig móðurborðið hjá mér er aldrei að bjóða upp á meira en 1 M.2.
Virðist vera á þessu að AMD séu ekki að bjóða upp á meira en 2 M.2 fyrir 3rd Gen AMD Ryzen, maður verður að fara í Intel til að geta gert það. Ætli Threadripper sé þá ekki líka að bjóða upp á þetta.
Það er bara svo hörmulega lélegur markaður finnst mér með bifurcation mobos.... synd og skömm því ég væri allveg til í að geta sett allt storage'ið mitt á m.2 í þessu formati tóm pcie slots sem væri hægt að troða í
-Need more computer stuff-