Ljósleiðaravæðing Mílu og GR í Reykjanesbæ
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Ljósleiðaravæðing Mílu og GR í Reykjanesbæ
Er einhver annar hér sem býr í Heiðarhverfinu í Reykjanesbæ (Keflavík) sem undrar sig á því hversvegna Míla hefur ekki sett það hverfi á áætlun í langan tíma? Sama gildir um GR :/ Veit einhver mögulega ástæðu?
Re: Ljósleiðaravæðing Mílu og GR í Reykjanesbæ
Það á að vera búið að ljósleiðaravæða allan reykjanesbæ fyrir enda 2021. Í aungablikinu er verið að gera einhvern radius í kringum Stapann / Rokksafnið
Re: Ljósleiðaravæðing Mílu og GR í Reykjanesbæ
Ég bíð einmitt spenntur eftir að vera tengdur. Það er búið að leggja ljósleiðarann inn til mín og á bara eftir að tengja
Er á Mávabrautinni.
Er á Mávabrautinni.
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósleiðaravæðing Mílu og GR í Reykjanesbæ
Lúxus ! Ég er ekki alveg að skilja þennan bið tíma hérna upp frá..... Hélt að horft væri á þessi hverfi þar sem mikið er um fjölbýlishús eins og raunin er hér. Amk var slíkt gert þegar byrjað var á þessu á HB svæðinu, einnig fyrir Norðan.B0b4F3tt skrifaði:Ég bíð einmitt spenntur eftir að vera tengdur. Það er búið að leggja ljósleiðarann inn til mín og á bara eftir að tengja
Er á Mávabrautinni.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1784
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósleiðaravæðing Mílu og GR í Reykjanesbæ
Ég bý í Ytri-Njarðvík er er kominn með ljósleiðarann. Ég tók bæði frá GR / Vodafone og svo Mílu / Símann.
Ég verð að mæla með GR yfir Mílu, ég er að fá 950-960Mb/s þar stöðugt en ekki nema 650-750Mb/s hjá Mílu. Mér er sagt að þetta sé vegna þess að Míla notar GPON meðan þú færð hreinan ljósleiðara frá GR.
Ég verð að mæla með GR yfir Mílu, ég er að fá 950-960Mb/s þar stöðugt en ekki nema 650-750Mb/s hjá Mílu. Mér er sagt að þetta sé vegna þess að Míla notar GPON meðan þú færð hreinan ljósleiðara frá GR.