Þyrfti að vera hægt að sleppa ákveðnum búðum

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Svara
Skjámynd

Höfundur
gakera
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Sun 06. Okt 2002 22:55
Staðsetning: Underpanths
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Þyrfti að vera hægt að sleppa ákveðnum búðum

Póstur af gakera »

Persónulega myndi ég sleppa computer.is og tb.is, ég hef bara lent í vesen með þessa búð. Það er nánast sama hversu miklu það munar í verði, nú er bara markmið hjá mér að kaupa aldrei neitt frá þeim aftur.
Skjámynd

Hades
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 08:43
Staðsetning: Earth(for now)
Staða: Ótengdur

Póstur af Hades »

Ég er sammála , ég asnaðist til að versla í tb í seinustu viku og er enn að svekkja mig á því(þeir seldu mér vitlaust drasl og vilja ekki leyfa mér að skipta því, því það er búið að opna það :evil: )

p.s smá til Tb "ef þú ætlar að vera með starfsfólk sem veit ekki neitt , þá er eins gott að þú sért tilbúin að taka við vörunum sem þeir seldu"
**fólk sem nöldrar er leiðinlegt**
Skjámynd

Höfundur
gakera
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Sun 06. Okt 2002 22:55
Staðsetning: Underpanths
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gakera »

Hljómar MJÖG kunnuglega. Ég pantaði harðan disk á computer.is (40GB) svo þegar ég ætlaði að sækja þá var hann náttúrulega ekki til. Svo var maður talaður til [já ég er sukker] og endaði með 60GB disk sem kostaði helmingi meira.
Vinur minn pantaði GF2Ti Gainward hjá þeim, og sama, það var ekki til þegar hann kom. Það besta var að gaurin reyndi að sanfæra vin minn um að fá sér eithvað GF PowerColor (tm) [TonkaLux :? ] með TV OUT(!!) sem átti að vera rúsínan í pylsuendanum.
Það gerist semsagt tvisvar að það sem maður pantar er ekki til, og í staðin fyrir að bíta á jaxlinn og biðjast afsökunar, þá er manni boðin með kænskulegu glotti einhver staðgengils-vara sem á að 'virka eins'.
Frekar lélegt, ef ég má segja svo...
Skjámynd

Atlinn
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 14:33
Staðsetning: Nordock Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Atlinn »

það er reyndar hægt að lenda í skemmtilegum mistökum líka...vinur minn keypti tölvu á computer.is í pörtum og hann fékk 10.000kr dýrara móðurborð :)
hah, Davíð í herinn og herinn burt
Skjámynd

-Duce-
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 21:48
Staðsetning: -101-
Staða: Ótengdur

Póstur af -Duce- »

Þetta virðist vera alveg rosalega misjafnt :roll: , þekki marga sem hafa verslað þarna allt sitt tölvujúnit í gegnum árin og ekki fengið neitt crap stuff né kvartað yfir þjónustu. Ég hef fengið sæmilega þjónustu þarna og vörurnar virka enþá , þannig :D
uE ][ Duce
Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Computer.is

Póstur af Saber »

Ég keypti hjá þeim Radeon9000 non-Pro m/128 Mb, svo þegar ég kom heim komst ég að því að Radeon9000 Pro m/64 Mb væri betri kostur (las það á netinu). Svo ég fer eftir helgina og ætla að fá að skipta (notaði kortið ekkert) og þá var það voðalegt mál. Karlinn sagði bara að þetta væru mín mistök og fór svo í símann. Eftir að hann var búinn í símanum þá varð hann bara fúll að sjá mig ennþá standandi þarna, en ég gefst ekki svona auðveldlega upp. Svo loksins eftir að hafa röflað í smá stund sagði karlinn mér að þeir fengju ekki Pro kortið fyrr en á Miðvikud. Svo ég fór og kom aftur á Miðvikudaginn og þá tókst þetta með smá bið.

Þetta finnst mér leiðinlegt því voru alltaf að segja að þetta hefðu verið mín mistök og að þeir gætu ekki gert neitt í því. Það var hvergi minnst á neinn skilafrest. Eru Computer.is ekki með skilafrest eins og allar aðrar búðir?
:krach
Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292
Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Castrate »

ég verslaði þarna örgjörvakælingu, thermaltake dragon orb 3, og svo ætlaði ég að fara að opna kassan utan af henni þá sá ég bara að járnið utanum var alveg kengbogið. Ég fer með þetta til þeirra næsta dag og ekkert mál kallinn sagði mér líka að þessi vifta væri alveg hræðilega hávær og seldi mér ódýrari og hlóðlátari örgjörvaviftu. Keypti þarna 19" skjá og það var ekkert mál keypti líka 80 gb disk það var ekkert mál með það heldur. :)
kv,
Castrate
Skjámynd

PeZiK
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 12:29
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af PeZiK »

Ég held að allir hafi e-r draugasögur að segja um flest allar tölvuverslanir. Mér finnst það heldur ekkert skrítið að e-ð fari úrskeiðis hjá þeim, enda tonn af drasli sem þær þurfa að halda utan um. Það réttlætir samt sem áður ekki að viðskiptavinurinn fái ekki að skila vörunni ef hún er röng eða gölluð - það er hreinn og beinn glæpur.

valur
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 25. Okt 2002 00:52
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af valur »

Það eru svona sögur um ÖLL fyrirtæki. Sjálfur hef ég verzlað ALLT mitt tölvudót þarna, alveg frá því þeir opnuðu.
Aldrei nokkurntímann hefur neitt klikkað hjá mér, ef ég hef skilað einhverju þá var það ekkert vesen.

Það er ekkert sem ætti að hræða fólk frá því að verzla þarna, þetta er alveg ágæt þjónusta ef þú veist hvað þú vilt!

kv.
Svara