Er hægt að ná gögnum til baka af formöttuðum hörðum disk ?

Svara
Skjámynd

Höfundur
MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Staða: Ótengdur

Er hægt að ná gögnum til baka af formöttuðum hörðum disk ?

Póstur af MrSparklez »

Ég lenti í því veseni að nota harðann disk sem ég hélt að væri tómur til þess að installa windows fyrir 2-3 árum síðan, átti ekki nógu stórann sub lykil.

Þetta er sem sagt 2tb diskur og eftir að ég fattaði mistökin notaði ég hann aldrei aftur, setti hann síðan í tölvuna mína fyrir mánuð síðan og hef ekki sett nein gögn inná hann. Er ennþá bara með windows install dótinu inná, sjá mynd https://imgur.com/a/0bwy62b

Er eitthvað hægt að bjarga þessu ? :baby

mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að ná gögnum til baka af formöttuðum hörðum disk ?

Póstur af mjolkurdreytill »

Þar sem diskurinn er mekanískt séð í lagi þá reikna ég ekki með að þú valdir skdmmdum á því að prufa að bjarga gögnum


Þú ættir að geta keyrt hugbúnað eins og PHOTOREC til að athuga hverju er hægt að bjarga.

Þú þarft að ná þér í tóman 2 tb disk fyrir gögnin sem bjargast.
Skjámynd

Höfundur
MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að ná gögnum til baka af formöttuðum hörðum disk ?

Póstur af MrSparklez »

Prufa það, takk fyrir svarið :)

Endilega látið heyra ef þið eru me fleiri hugmyndir eða hafa lent í svipuðu :)

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að ná gögnum til baka af formöttuðum hörðum disk ?

Póstur af Tbot »

Ef þú hefur bara gert quick format þá eru stórar líkur á því að geta náð sem flestu.
Við venjulegt format eru líka góðar líkur.

Hafir þú skrifað á diskinn aftur -- úff. Þá eru stórar líkur á að gögn séu töpum á yfirskrifaða hlutanum

Það eru nokkur forrit um að velja, misjafn hvað hverjum og einum finnst best.
Last edited by Tbot on Sun 20. Sep 2020 15:15, edited 1 time in total.
Svara