Það var erfitt að velja nafn á þráðinn.
tldr; Ég fæ packetloss á allt nema Google!
1. Setuppið er ljósleiðari hjá Símanum. Unifi USG með slökkt á filterum og deep packet inspection.
2. Ein vél keyrir stanslaust ping á mismunandi destination ip til að kanna gæði tengingarinnar. Packetlossið er svona eftir 48 klst:
- Innanhúss á USG: 0%
Fyrsta hop eftir USG (157.157.73.1): 8.9%
ns1.hringdu.is: 9.3%
ns3.internet.is: 8.7%
simnet.is: 9.0%
static.hugi.is: 9.0%
vaktin.is: 9.4%
yahoo.com: 8.9%
google.com: 0%
Google DNS - 8.8.8.8: 0%
Varðandi mögulega undarlega uppsetningu á vélinni þá skal það tekið fram að á allt annarri vél með allt annað stýrikerfi er ég einnig að fá packetloss. Meðan þráðurinn var skrifaður var ég með ping á simnet.is og 8.8.8.8 og niðurstaðan samsvaraði áðurnefndu algerlega, 10% vs 0 %.
Traceroute á þessi destination sýna að fyrsta hop er alltaf það sama. Þar af leiðandi, eins og hefur komið fram, ætti ping á google.com að vera með packetloss, að ég hefði haldið.
Til að gera þetta furðulegra þá er mynstur í þessu, þe. að í einhverjum tilvikum þá eru packetloss spikes á sama fresti. Hér er grafið yfir vaktin.is:
En svo lítur simnet.is svona út:
ns3.internet.is:
Ég er að sjá mynstur í hverju og einu en innbyrðis virðist það ekki vera sambærilegt.
Mér datt fyrst í hug að USG væri að droppa ICMP echo replies en get ekki ímyndað mér afhverju þessar tvær Google þjónustur ættu að vera öðruvísi en allir hinir.
Hvað segja menn um þetta mystery? Hvað myndu menn skoða næst?