Sælir
Ég hef ekki mikið verið að fylgjast með skjákortum, hvað er heitt í branasnum í dag og svona.
Ég er að spila Red Dead 2 og langar að fá hærri FPS.
Ég er frekar nýlega búinn að kaupa GTX980TI kort og það munaði helling frá GTX780, en langar í enn meira. (Er búinn að reyna overclokka það en RD2 er ekki hrifin af því)
Ég hef prufað SLI áður fyrir mörgum árum og var svona lala hrifinn af því og langar að spyrja ykkur hvort það sé þess virði að kaupa annað eins kort eða kaupa bara eitt betra kort?
Ég er að horfa svona á 30-60Þ budget.
Takk
Uppfæra í SLI eða nýtt kort?
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1863
- Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Uppfæra í SLI eða nýtt kort?
seldu gamla kortið og keyptu nýtt. SLI er nánast útdautt fyrirbæri og gaf heldur ekki nógu mikið af sér til að réttlæta annað kort. reyndu RTX 2060 eða RTX 2070 og þú ættir að vera góður í bili.
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
Re: Uppfæra í SLI eða nýtt kort?
SLI er þekkt fyrir hafa mjög mismunandi góðan stuðning þegar það kemur að leikjum. Miðað við hvað RDR2 er sagður vera illa optimizaður myndi ég ekki segja að það sé þess virði að vesenast með SLI. Miðað við budget væri tvennt ráðlagast:
-Að reyna að redda 1080 Ti á 60þus
-Býða eftir að verð á RTX2000 fellur í verði.
-Að reyna að redda 1080 Ti á 60þus
-Býða eftir að verð á RTX2000 fellur í verði.
Re: Uppfæra í SLI eða nýtt kort?
3000 línan frá Nvidia er rétt ókomin og 2000 lína mun hrapa eitthvað í verði þá. Eins og strákarnir segja er 2060S eða 2070 super flott í það sem þú ert að gera
Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD
Re: Uppfæra í SLI eða nýtt kort?
Takk allir fyrir góð svör, sýnist þetta vera klárt mál