Ég er búinn að vera að spá í þessu í smá tíma, svo er mál með vexti að ég fékk mer 74GB WD Raptor og setti hann í vélina, fór í bios og boot order og smellti honum í 1. sætið þar.
Allt gengur vel og ég formata hann í gegnum windows setupið og strax þegar það er búið að copya fileana sem þarf þá kemur svona niðurtalning úr 15 sek. og tölvan restartar sér.
En svo um leið og maður er kominn framhjá startup screen (þar sem maður getur valið um að fara inn í BIOS ofl) þá kemur Error Loading Operating System.
Ég klóra mér í hausnum og skelli mér á netið í annari vél sem er hérna heima og googla upp þessari villumeldingu, finn þessa ágætu síðu hér.
Go to the BIOS settings of your machine and change the translation method used to access the hard drive from the default setting "Auto" to "Large"
Ég geri þetta og allt virkar vel, windows er up and running og fínerí.
En núna kemur það sem ég hef verið að velta fyrir mér,
hafa þessar breytingar í för með sér eitthverjar afleiðingar fyrir diskinn ?
Svosem að hann verði hægari að lesa/skrifa eða eitthvað álíka, eða skiptir það engu máli hvort þetta sé í Auto eða Large.
Vona að þið sjáið ykkur fært um að svara mér ef þið vitið um hvað er verið að ræða.
*ATH* ég hef prófað að breyta aftur í "Auto" eftir að windows var komið upp en þá kom eitthver villumelding um að hún gæti ekki startað sér, á sama stað og "Error loading operator system" kom í byrjun.