Nú ákvað ég að vera nokkuð bjartsýnn á því að frelsa borðtölvuna mína frá því að keyra Plex og keypti því Raspberry Pi4 og utanáliggjandi flakkara.
Ég er að keyra Pi4 á Raspberry OS Lite og er búinn að setja upp Plex, Sonarr, Radarr, Transmission, Ombi, Jackett, Portainer og Samba í Docker umhverfinu. Flakkarinn er mountaður í volume group og svo logical volume þar (/mnt/media).
Allt virkar fínt og talar saman án vandamála, hinsvegar lendi ég svo í því eftir nokkra klukkutíma að containerarnir fá upp permission vandamál á flakkaranum. Það get ég lagað með "chmod -R 777 /mnt/media" (jájá ég veit ) en svo dettur þetta í sama farið.. transmission getur ekki downloadað því það hefur ekki permission í download möppunni eða þá að Sonarr getur ekki flutt bíómyndina á réttan stað því það hefur ekki permission.
Ég er að spá hvort einhver Linux séní geti hjálpað mér með þetta vandamál.
Svona setti ég upp t.d. Transmission og Sonarr:
Kóði: Velja allt
sudo docker create \
--name=sonarr \
-e PUID=1000 \
-e PGID=1000 \
-e TZ=Europe/London \
-p ports:ports \
-v /plexsetup/config/Sonarr:/config \
-v /mnt/media/TV:/tv \
-v /mnt/media/downloading:/downloads \
--restart unless-stopped \
linuxserver/sonarr
Kóði: Velja allt
sudo docker create \
--name=transmission \
-e PUID=1000 \
-e PGID=1000 \
-e TZ=Europe/London \
-e TRANSMISSION_WEB_HOME=/combustion-release/ \
-p ports:ports \
-v /plexsetup/config/Transmission:/config \
-v /mnt/media/downloading:/downloads \
-v /mnt/media/torrents:/watch \
--restart unless-stopped \
linuxserver/transmission
Kóði: Velja allt
UUID=ID-á-logical-volume /mnt/media ext4 defaults,auto,users,rw,nofail 0 0