Sælir Vaktarar,
mig langaði sjúklega mikið að forvitnast með þetta nýja nám frá NTV, Gagnameistarinn.
Eitthvað hef ég lesið mig til um þetta og á yfirborðinu lítur út fyrir að vera skemmtilegt starf fyrir áhugaverða manneskju. Þetta er rosalega vel þekkt til úti í heiminum og gríðarlega eftirsótt í Ameríku til að mynda.
Spurningin er, hvernig fótar þetta sig hér á þessu litla landi? Sé aldrei neitt eftirsótt störf í slíkt. Og hvernig er námsefnið, að ykkar mati sett upp hjá NTV fyrir þennan tiltekna starfsframa?
http://www.ntv.is/is/gagnameistarinn-data-science
Þakka sjúklega mikið fyrir öll svör og ábendingar, maður er alltaf að leita sér að leiðum til að mennta sig almennilega!
Data Science og Ísland
Re: Data Science og Ísland
Þetta er áhugavert, sérstaklega í ljósi þess að það er boðið upp á sambærlegt nám á háskólastigi hérlendis, https://www.hi.is/hagnyt_tolfraedi
Áhersla á gagnaúrvinnslu og notkun gagna hefur aukist hægt og rólega hér á landi síðust ári, bæði hjá hinu opinbera og hjá einkaaðilum, og það er reglulega auglýst eftir slíku starfsfólki. Í þeim auglýsingum sem ég hef séð hefur þó yfirleitt verið gerð krafa um háskólapróf og þeir einstaklingar sem ég þekki og vinna við gagnaúrvinnslu eru flestir háskólamenntaðir. Ýmis konar tölvufólk vinnur þó oft við uppsetningu og viðhald gagnagrunna og það hefur oft einhvers konar vottanir á bak við sig og annars konar nám en háskólanám.
Áhersla á gagnaúrvinnslu og notkun gagna hefur aukist hægt og rólega hér á landi síðust ári, bæði hjá hinu opinbera og hjá einkaaðilum, og það er reglulega auglýst eftir slíku starfsfólki. Í þeim auglýsingum sem ég hef séð hefur þó yfirleitt verið gerð krafa um háskólapróf og þeir einstaklingar sem ég þekki og vinna við gagnaúrvinnslu eru flestir háskólamenntaðir. Ýmis konar tölvufólk vinnur þó oft við uppsetningu og viðhald gagnagrunna og það hefur oft einhvers konar vottanir á bak við sig og annars konar nám en háskólanám.