Pæla í Nýjum ~32" Leikjaskjár

Svara

Höfundur
mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Pæla í Nýjum ~32" Leikjaskjár

Póstur af mikkimás »

Sælir.

Mig langar í alvöru nýjan 32"-34" leikjaskjá, aðallega til að spila Assetto Corsa, F12019 o.s.frv. Sé ekki fyrir mér að ég spila aðra leiki í bráð.

Hef ekkert á móti því að eyða 100k-120k.

Var að pæla í bognum skjá, en skilst á fólki sem spila ökuherma að það breyti nákvæmlega engu.

Er akkurat enginn expert, en mér sýnist 144hz og sem minnstur viðbragðstími (4-5ms) vera mikilvægustu breyturnar, og auðvitað upplausnin.

En hvað með brandið, að öllu öðru jöfnu?

Ég giska á að Samsung og LG séu gæði eins og vanalega. En gera Phillips góða leikjaskjái? Acer? AOC? Asus?
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3298
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Staða: Ótengdur

Re: Pæla í Nýjum ~32" Leikjaskjár

Póstur af mercury »

https://www.tl.is/product/32-xg32vq-va- ... 1440-144hz sá einhvern svipaðan skjá áðan í costco skoðaði ekki týpunúmer sérstaklega. En var asus 32" 144hz 4ms. Á 108þús ef ég man rétt.
Kvet þig samt eindregið til að styðja íslenska smáverslun. Flestir selja þokkalega vandaða skjái þó úrvalið í 32" sé sennilega takmarkað.
Sjálfur myndi ég mæla með Asus Samsung og Lg
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7

Höfundur
mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Pæla í Nýjum ~32" Leikjaskjár

Póstur af mikkimás »

Ég er 100% að fara í alíslenska verslun að kaupa erlenda vöru :)
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Re: Pæla í Nýjum ~32" Leikjaskjár

Póstur af oskar9 »

Ég fór úr 27" 1440p 144hz skjá í 35" UltraWide 100hz 3440x1440p.
Curved UltraWide er klárlega málið í racing simulators, er sjálfur að spila assetto corsa competizione og project cars 2, og UltraWide er nánast möst (IMO) fyrir racing simulators
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Svara