Bricked bios uppfærsla

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
Wintendo
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mið 16. Des 2009 16:31
Staða: Ótengdur

Bricked bios uppfærsla

Póstur af Wintendo »

Vorum að uppfæra móðurborðið, ASUS x570 Tuf gaming plus, með offical BIOS frá ASUS í vél hjá bróðir mínum og meðan við vorum að keyra inn BIOS uppfærsluna í gegnum "EZ update" þá frosnar vélinn, var föst í "Processing..." í nokkurn tíma. Eftir 1klt þá ákváðum við að þetta væri ekki að virka og við tökum þá tölvuna úr sambandi, og eftir það þá hættir vélinn að POST-a. Kemur ekkert upp á skjáinn, eina sem kemur er rauða LED ljósið á móðurborðinu fyrir CPU.

Þá förum við að reyna flest allt sem okkur dettur í hug og það sem Internetið mældi með, enn ekkert virkar. Reyndum meira segja að nota recovery tól sem á að vera í móðurborðinu.

Við förum þá með vélina á verkstæðið þar sem þetta móðurborð var keypt, varla hálfs árs móðurborð. Látum þá vita hvað gerðist og þeir nefna að það gæti verið vafamál með ábyrgð á þessu. Viku seinna hringja þeir og láta okkur vita að móðurborðið er dautt og skv. fína letrinu hjá ASUS að þetta sé ekki í ábyrgð. Þar sem þessi vél er notuð í Animation lærdóm, og verkefni á fullu núna, þá þurftum við að fá þessa vél sem fyrst og við sættum okkur við að fá nýtt mobo, og þeir setja það í.

Hef sjálfur uppfært ófáar tölvur með BIOS update og aldrei lent í þessu að tölvan sé alveg dauð, meira segja þegar update-ið failar þá hefur alltaf recovery kickað inn.


Þannig að mín spurning/pæling er fyrir þá sem hafa lent í svipuðu, hvernig var þetta leyst? Var þetta í ábyrgð, fenguð þið nýtt mobo á kostnaðarverði eða eitthvað annað?
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Bricked bios uppfærsla

Póstur af Klemmi »

Þetta eru alltaf erfið mál, ég hef verið hinu megin við borðið og öllu máli skiptir auðvitað að allir gangi sáttir frá málinu.

Ég myndi líta svo á að rétturinn sé ykkar megin. Þið voruð ekki að gera neitt óeðlilegt, einfaldlega að nota hugbúnað sem kemur frá framleiðanda, til þess að uppfæra BIOS sem er oft nauðsynlegt. Það er framleiðandans að passa upp á að það geti ekkert farið úrskeiðis, líkt og margir gera með BIOS recovery/dual BIOS etc, þannig að ef eitthvað klikkar, þá kickar inn backup BIOS og bakfærir uppfærsluna.

Að sama skapi þá eru ábyrgðarskilmálar framleiðanda ekki yfir íslenska lögbundna neytendaábyrgð hafnir. Það er ekki hægt að skýla sig á bakvið það að framleiðandi taki svona hluti ekki í ábyrgð, sem mér finnst þó mjög líklegt að þeir geri.

Það eru þrjár leiðir til að tækla svona mál:
a) Verkstæðið/verslunin tekur þetta alfarið á sig, skiptir út móðurborðinu í ábyrgð.
b) Verkstæðið/verslunin býður málamiðlun, afslátt af nýju borði (s.s. að bjóða það á kostnaðarverði eða með meiri afslátt og borga því aðeins með þessu) og gefur vinnuna við útskiptin.
c) Verkstæðið/verslunin segir sorry, þetta er ekki okkar vandamál.

Að bjóða leið a) væri fyrirmyndar þjónusta. Af minni reynslu eru ágætis líkur á því að framleiðandi taki móðurborðið í ábyrgð, lagfæri það eða sendi nýtt. Ef ekki, þá er það jú einhver kostnaður fyrir verslunina, en stundum verður maður bara að sætta sig við slíkt í verslunarrekstri.

b) þykir mér líka lágmarkið að bjóða. Það að sýna allavega það good will að þú sért ekki að reyna að hagnast enn frekar á þessum óförum, þ.e. að þú sért ekki að taka til þín álagninguna á nýja borðinu og/eða fyrir vinnuna við að skipta því út.

c) þykir mér mjög lélegt að bjóða, og finnst líklegt að ef neytandi myndi nenna að standa í því að fara með málið lengra, að það myndi vera úrskurðar honum í hag. Slíkt tekur tíma og getur kostað peninga. Hámarkskostnaður fyrir neytanda er 5.000kr. ef algjörlega er dæmt honum í óhag. Hins vegar er kostnaðurinn fyrir verslunina 35.000kr. ef mál fellur algjörlega neytenda í vil. Sjá nánar:
https://kvth.is/?#/malsmedferd

Ég myndi allavega tala aðeins betur við verslunina, og láta vita að þú sért ekki sáttur. Ef ég skil þig rétt, þá voru þeir beinlýnis að hagnast á þessum óförum þínum, sem mér þykir allt annað en eðlilegt.
Last edited by Klemmi on Fim 30. Apr 2020 15:37, edited 1 time in total.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Bricked bios uppfærsla

Póstur af Fletch »

ef móðurborðið er ekki physically bilað ættuð þið alltaf að geta recover'að bios'inn með flashbak, hef þurft að gera það á x570 borði

fylgduð þið þessum leiðbeiningum?
https://www.asus.com/us/support/FAQ/1038568/

*edit* tuf sýnist Asus X570 TUF ekki vera með flashback ](*,)
Last edited by Fletch on Fim 30. Apr 2020 17:18, edited 2 times in total.
AMD Ryzen 5900x * Nvidia GTX 3080 Ti * Asus ROG Crosshair VIII Hero * 32GB Samsung B-Die @3800MHz (14-14-14-28)
CPU & VGA WaterCooled * CaseLabs T10 * Corsair HX 1200i * LG 38GL950 * Motu M2 / Yamaha HS8 + Presonus T10 Sub

Höfundur
Wintendo
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mið 16. Des 2009 16:31
Staða: Ótengdur

Re: Bricked bios uppfærsla

Póstur af Wintendo »

Takk fyrir góð ráð Klemmi! Ætla að ræða við bróðir minn og sjá hvað hann vill gera. Mjög lélegt að fá ekkert á móti, þar sem þetta var allt gert með offical BIOS og forritum.
ef móðurborðið er ekki physically bilað ættuð þið alltaf að geta recover'að bios'inn með flashbak, hef þurft að gera það á x570 borði

fylgduð þið þessum leiðbeiningum?
https://www.asus.com/us/support/FAQ/1038568/

*edit* tuf sýnist Asus X570 TUF ekki vera með flashback
Það á að vera "asus crashfree bios 3" á móðurborðinu, enn sama hvað við reyndum þá virkaði ekkert. Prufuðum mismunandi port, mismunandi gerðir af USB lyklum, stóra og litla stafi fyrir BIOS name og meira segja testuðum við án þess að breyta nafninu. Ekkert virkaði. ](*,)

nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Bricked bios uppfærsla

Póstur af nonesenze »

ASUS EZ DIY :
- ASUS CrashFree BIOS 3

þar sem þetta er feature á moðurborðinu (easy do it yourself)
þá myndi ég bara heimta nýtt móðurborð og ekki taka neinu öðru svari, klárt mál að þeir geta fengið móðurborðið endurgreitt ef þeir nenna því
Last edited by nonesenze on Fim 30. Apr 2020 18:41, edited 1 time in total.
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bricked bios uppfærsla

Póstur af Sallarólegur »

Last edited by Sallarólegur on Fös 01. Maí 2020 16:59, edited 1 time in total.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Höfundur
Wintendo
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mið 16. Des 2009 16:31
Staða: Ótengdur

Re: Bricked bios uppfærsla

Póstur af Wintendo »

Þetta væri gaman að prufa, myndi ekki treysta mér samt sjálfum til að gera þetta. :P

Við ætlum að heyra í verkstæðinu og sjá hvað þeir segja, og láta vita að við séum langt frá því að vera sáttir með þetta.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Bricked bios uppfærsla

Póstur af Klemmi »

Ef ekkert kemur gagnlegt frá versluninni, þá myndi ég láta reyna á RMA beint til Asus. Finnst mjög líklegt að það gangi.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Cykon
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fös 01. Maí 2020 18:06
Staða: Ótengdur

Re: Bricked bios uppfærsla

Póstur af Cykon »

Við töluðum við verkstæðið og þeir allavega endurgreiddu skoðunargjaldið. Hinsvegar sendu þeir ekki móðurborðið til asus vegna þess að þeir taka ekki við bricked móðurborðum og segja bara "Nei ekki senda þetta"

Þeir ætla þrátt fyrir það að senda móðurborðið og búast þeir við að gefa mér svar eftir einn til tvo mánuði.

nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Bricked bios uppfærsla

Póstur af nonesenze »

þetta sýnir kannski að "það að kaupa þetta hérna heima fyrir ábyrð" er ekki svo gott, ert alveg í jafn miklu vesseni ef eitthvað skeður ef þú verslar t.d. á ebay eða amazon
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p
Svara