Sælir núna fljótlega er ég að fara ferma tvíburana mína og ég var að hugsa um að gefa þeim fartölvur sem væri hægt að nota bæði í námið og til að leika sér í ( þær eru ekki í neinum leikjum að neinu viti svo skjákort skiptir litlu máli).
Nú spyr ég ykkur sem vita nánast allt um þetta, hvaða merki væri best að kaupa miðað við endingu og notagildi?
Ég er ekki komin með neina fasta upphæð sem ég ætla að henda í þetta enda er ferminginn í september svo ég hef nógan tíma.
kv
Einar
fermingarfartölvur
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 159
- Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
- Staða: Ótengdur
fermingarfartölvur
Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar
Re: fermingarfartölvur
Lenovo er góð til að byrja með. Litli bróðir minn fékk akkurat svoleiðis leikjafartölvu í fermingagjöf fyrir nokkrum árum og var hún í hans eigu þar til hann seldi hana. Hann var svo ánægður að hann uppfærði í aðra lenovo leikjafartölvu. Hann var með Lenovo Y50-70 og uppfærði í lenovo legion Y740 17''. Mæli sjúklega með þetssar tölvu. Ég var sjálfur á tímapunkti með svoleiðis fyrir 2 árum fyrir nám og minecraft haha! En kíktu á lenovo!
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 159
- Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
- Staða: Ótengdur
Re: fermingarfartölvur
Já ég skoða þetta
kv
Einar
kv
Einar
Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar
Re: fermingarfartölvur
Gallinn við þessar leikjafartölvur, að mínu mati, er hvað þær eru oft stórar og íburðarmiklar og henta þannig oft ekki eins vel í skóla. Nýjustu týpurnar af Lenovo virðast þó vera frekar látlausar og það er almennt áreiðanlegt merki. Innihaldið skiptir þó náttúrulega miklu máli hvað endingu varðar. Myndi miða við að lágmarki 6 kjarna örgjörva (í það minnsta 4 kjarna 8 þræði), 16 gb vinnsluminni og 1650 skjákort, og þá er ég ekki bara að hugsa fyrir tölvuleikjaspilun.
Re: fermingarfartölvur
Það hljómar eins og að þú viljir bara ultrabook með APU fyrir þær.
Flottustu vélarnar í dag eru að mínu mati Dell XPS 13 eða jafnvel bara nýja Macbook Air.
Að segja að þær vilji leika sér (spila leiki) en að þær geri það varla að neinni alvöru gerir þetta svoldið flókið.
Þú þarft einfaldlega að velja hvort að vélarnar eigi að geta spilað leiki eða ekki.
Flottustu vélarnar í dag eru að mínu mati Dell XPS 13 eða jafnvel bara nýja Macbook Air.
Að segja að þær vilji leika sér (spila leiki) en að þær geri það varla að neinni alvöru gerir þetta svoldið flókið.
Þú þarft einfaldlega að velja hvort að vélarnar eigi að geta spilað leiki eða ekki.
Re: fermingarfartölvur
Ef þú ert að hugsa um endingu þá eru Lenovo Thinkpad endingarbestu vélarnar eftir því sem ég kemst næst.
Ekki halda samt að aðrar Lenovo vélar, t.d. Ideapad, séu endilega betri fyrir vikið. Framleiðendur fartölva (Lenovo, HP, Dell) framleiða yfirleitt annars vegar "fyrirtækjalínur" og svo "almennar" línur af tölvum og munurinn í gæðum er alla jafna mikill, bæði í því hversu sterkar þær eru (þola hnjask) en líka gæðin á íhlutunum, kælingu oþh.
Fyrirtæki borga premiu fyrir áreiðanleika því að það kostar þau peninga ef starfsmenn geta ekki unnið því tölvurnar þeirra eru bilaðar. Spurningin er hvort það sé premia sem þú ert tilbúinn að borga.
Sjálfur nota ég ekkert nema Thinkpad því að þær eru hljóðlátar og endingagóðar og með góðan inntaksbúnað, svo sem lyklaborð. Fyrir táningsstelpur myndi ég aftur á móti halda að eiginleikar Macbook tölva væru eftirsóknarverðari.
Stutt svar: Ef þú vilt endingu, kauptu Thinkpad. Þær vilja samt örugglega frekar Macbook.
Ekki halda samt að aðrar Lenovo vélar, t.d. Ideapad, séu endilega betri fyrir vikið. Framleiðendur fartölva (Lenovo, HP, Dell) framleiða yfirleitt annars vegar "fyrirtækjalínur" og svo "almennar" línur af tölvum og munurinn í gæðum er alla jafna mikill, bæði í því hversu sterkar þær eru (þola hnjask) en líka gæðin á íhlutunum, kælingu oþh.
Fyrirtæki borga premiu fyrir áreiðanleika því að það kostar þau peninga ef starfsmenn geta ekki unnið því tölvurnar þeirra eru bilaðar. Spurningin er hvort það sé premia sem þú ert tilbúinn að borga.
Sjálfur nota ég ekkert nema Thinkpad því að þær eru hljóðlátar og endingagóðar og með góðan inntaksbúnað, svo sem lyklaborð. Fyrir táningsstelpur myndi ég aftur á móti halda að eiginleikar Macbook tölva væru eftirsóknarverðari.
Stutt svar: Ef þú vilt endingu, kauptu Thinkpad. Þær vilja samt örugglega frekar Macbook.