Vantar smá aðstoð, quad í dual?

Svara

Höfundur
BudIcer
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fim 25. Sep 2008 13:03
Staða: Ótengdur

Vantar smá aðstoð, quad í dual?

Póstur af BudIcer »

Sælir piltar, ég er hreinlega ekki viss um þetta atriði og því ber að leita á náðir þeirra sem vita betur. Málið er að ég hef verið að dunda mér að púsla saman í nýtt Ryzen build og er núna um það bil 98% fastur á því sem ég ætla að fá mér. Hinsvegar hef ég rekið mig á smá vandamál varðandi QVL listan hjá móðurborðinu sem mig langar í. Ég mun kaupa flesta hluti frá overclockers.co.uk en ætla að versla móðurborðið hérna heima þar sem ég tel það vera stærsta 'point of failure' atriði í kassanum. Það sem ég vil kaupa er "Gigabyte X570 Aorus Ultra" og eftir að hafa skoðað QVL ram listan þá rak ég mig á það að minnið sem ég var búinn að setja í körfuna(DDR4 32gb3600mhz) var ekki þar að finna.

Eftir mikla leit þá fann ég ram sem er til á overclockers og er á QVL listanum nema það að móðurborðið er skráð sem dual channel en minnið sem ég fann er quad channel(4x8gb). Þá spyr ég, get ég ekki haft quad minni í dual borði? Hef heyrt að það setji óþarfa álag á memory controller eða eitthvað í þá áttina, en af hverju þá að hafa 4 dimm slots? Það hefur reynst mér mjög erfitt að finna 2x16gb ram í þessum flokki en kannski ekki ómögulegt. Og já ég geri mér grein fyrir að flestir þurfa ekki 32gb af ram en þegar ég set saman build er það fyrir næstu 7-8 ár, future proofing boyes.

Í QVL listanum er nákvæmlega þetta minni að finna og er rated fyrir memory socket support 1,2,4

3600 HyperX 8GB 1Rx8 HX436C17PB4AK4/32 SS Hynix 17-19-19 1.35v V V V V 2400

Á ég að fá mér þetta quad eða á ég frekar að reyna að finna dual 2x16gb? Læt fylgja með mynd af restinni af buildinu upp á funnið.
Screenshot_2020-03-02 Basket Overclockers UK.png
Screenshot_2020-03-02 Basket Overclockers UK.png (138.92 KiB) Skoðað 2171 sinnum
Cpu Ryzen 3900 - Gpu Gigabyte RTX 2080 - MB Gigabyte X570 Aorus Ultra - Ram Kingston HyperX Predator RGB 32GB (4x8GB) DDR4 3600MHz - Psu Corsair AX1000 Titanium - Kæling Noctua NH-U12A
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar smá aðstoð, quad í dual?

Póstur af gnarr »

Þú ert búinn að flækja þetta aðeins fyrir sjálfum þér.

Móðurborð eru með minnis rásir (dual channel, quad channel, octa channel, etc...) en minnin sjálf eru ekki með neinar rásir.
Þú getur hinsvegar fengið fjóra minniskubba saman í pakka sem eru verified fyrir að virka vel saman á quad channel móðurborðum, en þau minni virka 100% jafn vel á dual channel eða single channel.

Fjöldi minnisraufa á móðurborðinu hefur svo ekkert með fjölda minnisrása að gera, ekki nema að því leiti að minnisraufarnar verða að vera margfeldi af fjölda minnisrása.

Svo að dual channel móðurborð (eins og Gigabyte X570 Aorus Ultra) geta verið með 4 minnisraufar, en þau eru engu að síður bara með tvær minnis rásir. Þú getur sett fjögur minni í borðið, og þá mun móðurborðið keyra minnið í "dual channel mode".
Last edited by gnarr on Mán 02. Mar 2020 15:33, edited 1 time in total.
"Give what you can, take what you need."

Höfundur
BudIcer
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fim 25. Sep 2008 13:03
Staða: Ótengdur

Re: Vantar smá aðstoð, quad í dual?

Póstur af BudIcer »

Þakka svarið, ég trúi því alveg að ég hafi verið búinn að flækja þetta of mikið fyrir mér, svona gerist þegar maður finnur mismunandi upplýsingar á netinu. Þá læt ég quad minnið duga næstu árin.
Cpu Ryzen 3900 - Gpu Gigabyte RTX 2080 - MB Gigabyte X570 Aorus Ultra - Ram Kingston HyperX Predator RGB 32GB (4x8GB) DDR4 3600MHz - Psu Corsair AX1000 Titanium - Kæling Noctua NH-U12A
Svara