Jamm jamm, allt í einu kveiki ég á tölvunni í dag og hún ræsir sig eins og hún á að gera, að minnsta kosti held ég það. Þegar allt kemur til alls hefur tölvan sjálf ræst sig en ekkert merki virðist vera á skjánum (hann í góðu lagi og er búinn að prufa annan skjá) og lyklaborðið kveikir ekki á sér. Ég endurræsi bara eins og venjan er og ekkert skeður nema núna kemur ljós á lyklaborðið en það slökknar strax aftur. Ég skoða inní tölvukassann og ekkert virðist vera óvenjulegt þar... Ég er algerlega í klemmu og uppiskroppa með hugmyndir um hvað gæti verið að (allt tengt). Mér þykir líklegt að þetta sé eitthvað vandamál með móbóið en veit ekki hvað. móðurborð : Asus P4C800 Deluxe (eitthvað í þá átt). Það er eins og einhver tengi í móbóinu ræsist ekki lengur...
Jæja nöllar, segið mér hvað er að
Ef þetta hefði komið fyrir mig þá hefði ég bara kíkt með tölvuna mína uppí tölvuvirkni og tala þar við mann sem heitir Björgvin... Það er mjög lítið hægt að gera ef þú vesit ekkrt hvað er að og það þyrftiað fá að sjá móbóið á mynd. Það væri fínt efað þú gætir sent bara myndir svona c.a 6 af öllum hliðum annars er bara að prófa sig áfram efða þú kannt það annars myndi ég ekki taka neina sjénsa. Ég lenti í smá tuglu með mína tölvu og það kviknaðui í henni svo að ég er hættur að taaka sjénsa nema að ég er alveg viss um að ég sé að gera rétt!!
Það lítur út fyrir að örgjörvinn hafi stiknað eða móbóið sé hreinlega ónýtt (er búinn að prufa allt annað). Ég sendi hana bara til tölvugúrus á morgun.